fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Eyjan

Þór svekktur og segir þekkingu hans sóað

Eyjan
Þriðjudaginn 29. október 2024 19:48

Þór Saari í ræðustól Alþingis árið 2012. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari fyrrverandi alþingismaður greinir frá því á Facebook að hann muni ekki taka sæti á lista Sósíalistaflokksins í alþingiskosningunum 30. nóvember eins og hugur hans hafi staðið til. Hann segist hafa sóst eftir 1. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi en áhugi uppstillingarnefndar flokksins á því hafi verið lítill. Segir Þór að í ljósi þess að hann sé sá eini innan flokksins sem hafi einhverja reynslu af þingstörfum sé það sóun á hans þekkingu að hafa hann ekki í oddvitasæti. Þór ætlar sér þó að styðja flokkinn áfram.

Þór var þingmaður fyrir Borgarahreyfinguna og síðan Hreyfinguna frá 2009-2013.

Hann segir í færslu sinni að hann hafi verið á framboðslista í Suðvesturkjördæmi í öllum kosningum síðan 2009 og eins og áður segir sóttist hann í þetta sinn eftir fyrsta sætinu hjá Sósíalistaflokknum:

„Taldi ég að reynsla mín af stjórnmálum og þekking á þingstörfum og starfsemi Alþingis og erindi mitt í stjórnmál almennt síðan ég byrjaði að baksa á þeim vettvangi nytu sannmælis við val á lista flokksins. Svo reyndist ekki vera.“

Hann segir uppstillingarnefnd flokksins ekki meta hann að verðleikum:

„Uppstillinganefnd Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að yfirgripsmikil reynsla og þekking á stjórnmálum, auk ritunar bókar um Alþingi, sem og fimmtán ára erindi á vettvangi stjórnmálaumræðu og þátttöku sé einhvers konar aukaatriði sem skipti ekki máli við val á lista flokksins. Þess skal líka getið að undirritaður er sá eini innan Sósíalistaflokksins sem hef reynslu af þingstörfum og starfseminni á Alþingi og þeim frumskógi sem þarf að læra að rata um, komist menn þar að.“

Flókið að vera á þingi

Þór bætir því við að það sé flókið að vera þingmaður og flokkurinn sé þess vegna að sóa reynslu hans og þekkingu með því að hafna honum sem oddvita:

„Það að vera alþingismaður er flókið starf og fyrir nýjan þingflokk tekur það um tvö ár að komast almennilega inn í allar þær skráðu og óskráðu sem gilda þar á bæ vilji menn setja sig almennilega inn í starfið, ár sem þar með nýtast ekki almennilega til að koma málefnum flokksins almennilega á framfæri.Hér er flokkurinn því að sóa bæði þekkingu, reynslu, sem og tíma, sem allt gæti nýst flokknum vel við að koma málefnum sínum á framfæri, komist hann að á Alþingi. Það er leitt að sjá slík vinnubrögð í flokki þar sem vinnan hingað til hefur oftast verið á málefnalegum og röklegum forsendum.“

Þór ætlar þó ekki að snúa bakinu við flokknum og segir hann eina góða valkostinn í kosningunum:

„Ég mun að sjálfsögðu halda áfram stuðningi við Sósíalistaflokkinn, enda eini flokkurinn sem á raunverulegt erindi inn á þing, ef tekið er mið af þeim hagsmunum sem almenningur almennt hefur. Sósíalistaflokkurinn mun vonandi ná meira flugi og komast að á „Stóra sviðinu“ í komandi kosningum og geta komið því betur til skila til almennings hversu mikilvægt erindi flokkurinn á í landsmálin, og þá sem leiðandi afl sem hefur kjark, þor og visku til að láta almennilega til sín taka.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Birgir Ármannsson níunda einnota borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?

Orðið á götunni: Birgir Ármannsson níunda einnota borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Í gær

Jakob Frímann fylgir á eftir Sigríði á lista Miðflokksins og Þorsteinn snýr aftur

Jakob Frímann fylgir á eftir Sigríði á lista Miðflokksins og Þorsteinn snýr aftur
Eyjan
Í gær

Sanna Magdalena: Höfum ekki tekið á móti of mörgum – mannúðin verður að vera í fyrirrúmi

Sanna Magdalena: Höfum ekki tekið á móti of mörgum – mannúðin verður að vera í fyrirrúmi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur tjáir sig um umdeilt bréf Kristrúnar – „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta”

Dagur tjáir sig um umdeilt bréf Kristrúnar – „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta”
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna Magdalena: Bætum heilbrigðisþjónustuna innan opinbera kerfisins – sparnaður í einkarekstri er á kostnað starfsfólksins

Sanna Magdalena: Bætum heilbrigðisþjónustuna innan opinbera kerfisins – sparnaður í einkarekstri er á kostnað starfsfólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bandarísku forsetakosningarnar eru ekki fyrr en í næstu viku en orðrómarnir eru nú þegar komnir á kreik

Bandarísku forsetakosningarnar eru ekki fyrr en í næstu viku en orðrómarnir eru nú þegar komnir á kreik
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sanna Magdalena: Börn ríkra eiga líka að fá gjaldfrjálsar skólamáltíðir – þjóðin fái að kjósa um gjaldmiðilinn

Sanna Magdalena: Börn ríkra eiga líka að fá gjaldfrjálsar skólamáltíðir – þjóðin fái að kjósa um gjaldmiðilinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?