Rapparinn heimsfrægi Snoop Dogg er opinn fyrir því að fjárfesta í knattspyrnufélagi og horfir aðallega á eitt félagslið.
Snoop fylgist mikið með íþróttum og þá aðallega körfubolta en á það til að bæði horfa á og mæta á knattspyrnuleiki.
Snoop er stuðningsmaður Celtic í skosku úrvalsdeildinni en um er að ræða risastórt félag sem spilar þó ekki of góðri eða vinsælli deild.
Hann er til í að kaupa hlut í Celtic ef tækifærið gefst og hafði þetta að segja um málið:
,,Ég elska hvað Ryan Reynolds hefur gert hjá Wrexham, þetta er frábær saga. Að fjárfesta í íþróttafélagi er eitthvað sem ég hef íhugað í langan tíma.“
,,Ef ég fengi tækifæri á að fjárfesta í Celtic, ég væri klikkaður að skoða það tilboð ekki. Ég hef fylgst með fótbolta um allan heim en aldrei séð aðra eins stuðningsmenn. Það er eitthvað sérstakt við þá.“