Metro segir að sjúkrabílar hafi flutt fjölda fólks á sjúkrahús þar sem fólkið hafi sýnt einkenni THC-áhrifa.
Yfirmenn á pitsastaðnum segja að fyrir mistök hafi Delta-9 olía, sem innihélt THC, verið sett á pítsurnar. Olían hafi fyrir mistök verið tekin úr sameiginlegri geymslu.
Aukaverkanir af neyslu Delta-9 olíu eru kvíði, paranója, svimi og hár blóðþrýstingur.