„Gefstu upp! Úkraína mun vernda þig og sjá þér fyrir mat og hita,“ segir í úkraínskri herferð sem er beint að norðurkóresku hermönnunum.
Þessum boðskap er deilt á samfélagsmiðlum af „Ég vil lifa verkefninu“ sem var sett á laggirnar til að annast rússneska hermenn sem gerast liðhlaupar.
Það eru svo sem litlar líkur á að norðurkóresku hermennirnir hafi aðgang að samfélagsmiðlum á borð við X en samt sem áður er auglýsingin birt þar á kóresku. Í henni segir að mörg þúsund rússneskir hermenn hafi nú þegar tekið réttu ákvörðunina og gerst liðhlaupar. Þeir bíði þess nú að stríðinu ljúki og dvelji í hlýjum húsakynnum, fái þrjár heitar máltíðir á dag og heilbrigðisþjónustu.