TikTok-notandi sem kallar sig Destinationdc ákvað að panta hrekkjavökuskreytingar í ár frá kínversku vefversluninni Temu.
Eftir að skreytingarnar höfðu borist yfir hafið og heim og verið stillt upp ákvað konan að taka myndband og deila með netverjum. Í því segist konan aldrei ætla að panta aftur hrekkjavökuskreytingar frá Temu.
Myndbandið hefur slegið rækilega í gegn á miðlinum frá því að því var póstað á laugardag og er með tæplega 37 milljón áhorf og 47 þúsund athugasemdir.
Eins og sjá má er skreytingin draugur í konulíki, sem blikkar rauðum augum og hristist í takt við hljóð, sem minna frekar á klámmynd en draugalegan hrylling.
@destinationdcTemu happy halloween