Forráðamenn Manchester United vonast til þess að Ruben Amorim verði mættur til starfa fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudag.
United er á fullu að reyna að ráða Amorim eftir að hafa rekið Erik ten Hag.
Amorim er stjóri Sporting Lisbon í dag og þarf United að rífa fram rúmar 8 milljónir punda til að losa hann.
Ruud van Nistelrooy stýrir United gegn Leicester í deildarbikarnum á morgun en forráðamenn United vilja Amorim til starfa fyrir sunnudaginn.
Amorim er 39 ára gamall en ESPN segir að United vilji Amorim til starfa sem fyrst.
Manchester United are hoping to finalise a deal with Rúben Amorim to become the club's new manager in time for the Sporting CP coach to take charge of Sunday's Premier League clash against Chelsea, sources have told ESPN. pic.twitter.com/418S4DRR1k
— ESPN UK (@ESPNUK) October 29, 2024