Geir Örn Jacobsen lést í eldsvoða á meðferðarheimilinu Stuðlum 19. október, 17 ára að aldri.
Sjá einnig: Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Geirs Arnar verður minnst í athöfn í Fríkirkjunni fimmtudaginn 31. október kl. 17. Davíð Þór Jónsson prestur leiðir athöfnina sem verður opin öllum þeim sem misst hafa börn sín vegna fíknisjúkdóms, en er fyrst og fremst ætluð vinum Geira.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá foreldrum Geirs, þeim Jóni Kristjáni Jacobsen og Katrínu Ingvadóttur. Í tilkynningunni kemur fram að þeim sem vilji tala í athöfninni sé það frjálst. Að athöfn lokinni verður gengið að tröppum Alþingis og lagðar á þær rósir til að minnast þeirra sem hafa látist af völdum fíknisjúkdóms.