Arne Slot stjóri Liverpool segir að það hafi verið erfitt að sjá þær fréttir að samlandi hans Erik ten Hag hefði verið rekinn frá Manchester United.
Ten Hag var rekinn frá United í gær. „Hann er hollenskur þjálfari og það gerir það erfiðara fyrir mig,“ segir Slot um málið.
Slot segir að þjálfarar viti að þetta geti gerst.
„Við vitum að þetta gerist, ég veit hversu mikið hann hefur lagt á síg. Það er erfitt fyrir að hann fá þessar fréttir
Slot telur að Ten Hag sé mjög öflugur stjóri og mun fá stórt starf innan tíðar. „Við í Hollandi vitum hversu vel hann gerði með Ajax og vann tvo titla hérna á Englandi, við sjáum hann aftur hjá stórliði.“
„Þetta er mikið svekkelsi fyrir hann og fjölskyldu hans.“
Arne Slot is backing Erik ten Hag to return stronger after his Man Utd sacking 💪#liverpool | #manutd pic.twitter.com/dxn2IVOT4o
— Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2024