fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fókus

34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. október 2024 11:16

Verk sem áður hafa hlotið þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 

Í seinni úthlutun ársins til þýðinga á erlend mál voru veittir 34 styrkir en 61 umsókn barst.Veittir voru styrkir að upphæð 7.660.000 kr.

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Lungu eftir Pedro Gunnlaug García, Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur og Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur. Veittir voru styrkir til erlendra þýðinga íslenskra bóka á 17 tungumál, meðal annars á spænsku, ensku, ítölsku, ungversku, hollensku, frönsku, króatísku og norsku. 

Meðal verka sem verða þýdd á ný tungumál eru Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur sem kemur út í Noregi og Svíþjóð en hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á árinu. Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur sem einnig var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kemur út í Svíþjóð á árinu og er gefin út af forlaginu Arktitektur förlag AB.

Ljóð Gyrðis Elíassonar koma út í Svíþjóð og í Hollandi en hann hlaut hin virtu Tranströmer verðlaun í Svíþjóð í haust fyrir ljóðabækur sínar Dulstirni og Meðan glerið sefur, en John Swedenmark þýddi þær á sænsku.

Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur kemur út í þýskri þýðingu Tinu Flecken og Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson kemur út á ungversrki þýðingu Bence Patat, með nýjum eftirmála eftir Jón Kalman Stefánsson.

Umsóknarfrestur um styrki til þýðinga á erlend mál er tvisvar á ári; í febrúar og september. Hægt er að skoða allar úthlutanir hér (erlendar þýðingar) og hér (norrænar þýðingar).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hús Matthew Perry selt ári eftir andlát hans

Hús Matthew Perry selt ári eftir andlát hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga Holm og Elma eignuðust son

Ragga Holm og Elma eignuðust son
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Raunveruleikinn varð að okkar verstu martröð“

„Raunveruleikinn varð að okkar verstu martröð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Mel Gibson styður Trump: Kamala Harris með greindarvísitölu á við girðingastaur

Mel Gibson styður Trump: Kamala Harris með greindarvísitölu á við girðingastaur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“