fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fókus

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi

Fókus
Þriðjudaginn 29. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmúgúllinn Sean „Diddy“ Combs á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hrina lögsókna gegn honum hefur litið dagsins ljós síðustu vikur.

Í gær voru tvær nýjar stefnur lagðar fram gegn Diddy en hann er annars vegar sakaður um að hafa misnotað tíu ára dreng á hótelherbergi árið 2005 og hins vegar um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti sem hugðist taka þátt í raunveruleikaþáttunum Making the Band árið 2008.

Verjendur tónlistarmannsins hafa hafnað þessum ásökunum og segja að Diddy hafi „aldrei brotið gegn neinum kynferðislega eða stundað mansal – ekki á konum, fullorðnum einstaklingum eða börnum,“ eins og það er orðað í umfjöllun AP.

Tíu ára drengurinn sem Diddy er sagður hafa brotið gegn var upprennandi leikari og rappari og ferðaðist hann til Kaliforníu með foreldrum sínum. Hann er sagður hafa farið í einhvers konar áheyrnarprufu á heimili Diddy og fengið drykk sem búið var að setja ólyfjan út í.

Þegar drengurinn missti meðvitund er hann sagður hafa verið misnotaður og á Diddy að hafa hótað því að valda foreldrum hans skaða þegar hann vaknaði ef hann kjaftaði frá.

Sautján ára pilturinn er sem fyrr segir sagður hafa verið í áheyrnarprufum fyrir raunveruleikaþáttinn Making the Band árið 2008. Samkvæmt kærunni á Diddy að hafa brotið gegn honum kynferðislega ásamt lífverði sínum. Áheyrnarprufan stóð yfir í þrjá daga  og þegar drengurinn lýsti yfir vanþóknun á meðferðinni var hann sendur heim úr prufunni.

Frá því um miðjan september hefur Diddy setið í Metropolitan-afplánunarfangelsinu í Brooklyn og er útlit fyrir að hann verði þar eitthvað fram á næsta ár hið minnsta. Hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun en búist er við því að réttarhöld í máli hans hefjist í byrjun maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hús Matthew Perry selt ári eftir andlát hans

Hús Matthew Perry selt ári eftir andlát hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga Holm og Elma eignuðust son

Ragga Holm og Elma eignuðust son
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Raunveruleikinn varð að okkar verstu martröð“

„Raunveruleikinn varð að okkar verstu martröð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Mel Gibson styður Trump: Kamala Harris með greindarvísitölu á við girðingastaur

Mel Gibson styður Trump: Kamala Harris með greindarvísitölu á við girðingastaur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“