fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fréttir

Segir að Dagur sé greinilega allt annað en sáttur – „Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. október 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar, sé augljóslega allt annað en sáttur við skilaboðin sem Kristrún Frostadóttir sendi kjósanda í Grafarvogi á dögunum.

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er þögnin innan Samfylkingarinnar gagnrýnd og bent á að Morgunblaðið hafi – eins og aðrir fjölmiðlar – ítrekað reynt að ná tali af bæði Kristrúnu og Degi en án árangurs.

Oftast offramboð í aðdraganda kosninga

„Í kosn­inga­bar­áttu eru stjórn­mála­menn ekki aðeins í fram­boði, af þeim er eig­in­lega of­fram­boð. Ekki síst í fjöl­miðlum, þar sem þeir fitja upp á stefnu­mál­um og reyna að sýna á sér mann­lega hlið. Það er gagn­legt til kynn­ing­ar á mönn­um og mál­efn­um, en karp og kapp­ræður leiða einnig margt í ljós um bæði mál­efn­in og menn­ina,“ segir leiðarahöfundur og heldur áfram:

„Al­menn­ing­ur fékk óvænta inn­sýn í það um helg­ina, þegar svör Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til kjós­anda í Grafar­vogi voru op­in­beruð. Hún tók af öll tví­mæli um ætlað auka­hlut­verk Dags B. Eggerts­son­ar í þingliði Sam­fylk­ing­ar og úti­lokaði ráðherra­dóm hans, en ef það sefaði kjós­and­ann ekki gæti hann ein­fald­lega strikað Dag út í kjör­klef­an­um.“

Dagur tjáir sig um umdeilt bréf Kristrúnar – „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta”

Gamaldags baktjaldamakk

Bent er á það að í þessu hafi falist ótal fréttir, svo sem um samkomulagið í forystu flokksins, fyrirhugaðan ráðherralista. „Og það að Kristrún, sem boðað hef­ur nýtt upp­haf og ný stjórn­mál, varð þarna upp­vís að gam­aldags baktjalda­makki,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins og bætir við að við blasi ótal spurningar sem kjósendur þurfa að fá svör við.

„Þá brá hins veg­ar svo við að það var ekk­ert fram­boð til þess að anna þeirri eft­ir­spurn. Morg­un­blaðið hef­ur síðan – líkt og aðrir fréttamiðlar – reynt að ná tali af Kristrúnu, en hún gef­ur ekki kost á viðtali. Dag­ur svaraði ekki held­ur. Ekki odd­vit­ar fram­boðslista eða starfs­menn flokks­ins. Eng­inn,“ segir höfundur og heldur áfram:

„Ekki fyrr en í gær­kvöld að Dag­ur kom í Silf­ur Rúv. og sagði að segja mætti að Kristrún hefði beðið sig fyr­ir­gefn­ing­ar og að hann væri sátt­ur, þó greini­legt væri að hann var allt annað en sátt­ur. Sér­stak­lega með að hún væri búin að ákveða ráðherralist­ann, sem hann taldi alls ekki tíma­bært. Þar er ósögð saga og henni er ekki lokið.“

Spurningar um heilindi og traust

Leiðarahöfundur segir að stjórnmálamenn vilji vanalega rými undir málflutning sinn í fjölmiðlum, ekki síst í aðdraganda kosninga. Því sé jafnan vel tekið, enda felist í því þjónusta við almenning.

„Veiga­mesti þátt­ur þess lýðræðis­lega hlut­verks er þó að halda vald­höf­um við efnið, veita þeim aðhald: spyrja þá út úr. Og hrein­skiptn­ir stjórn­mála­menn svara óhikað, jafn­vel þegar spurt er um óþægi­leg efni og fá svör góð. Hvaða álykt­an­ir má draga um stjórn­mála­menn sem loka að sér í miðri kosn­inga­bar­áttu og neita að svara áleitnum spurn­ing­um, sem eiga beint er­indi við kjós­end­ur? Sem forðast að svara al­menn­ingi af ein­lægni um eig­in gerðir?“

Segir höfundur að það beri ekki vott um góða samvisku í þessu máli. „En fyrst og fremst vek­ur þögn­in spurn­ing­ar um heil­indi og traust, kjark og hrein­skilni, sem allt er bráðnauðsyn­legt í fari þeirra sem velj­ast til æðstu embætta þjóðar­inn­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð

Reyna að fá norðurkóreska hermenn til að gerast liðhlaupar – Lofa þeim heitum mat og læknisaðstoð
Fréttir
Í gær

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu

Stór áfangi – Nú mun Pútín greiða fyrir vopnakaup Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þriðji mánuðurinn í röð sem telst markvert kaldur

Þriðji mánuðurinn í röð sem telst markvert kaldur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiríkur svarar Snorra og segir rangt að tala um „útlendingavandamál“ – „Við berum sjálf ábyrgð á stöðunni“

Eiríkur svarar Snorra og segir rangt að tala um „útlendingavandamál“ – „Við berum sjálf ábyrgð á stöðunni“