Ruben Amorim þjálfari Sporting Lisbon hefur gefið Manchester United græna ljósið, hann er klár í að taka við liðinu.
Amorim hefur samþykkt þau laun sem United er tilbúið að greiða honum.
Amorim mun þó ekki setja pressu á Sporting um að losna en klásúla er í samningi hans sem United þarf að borga. Talið er að hún sé í kringum 8 milljónir punda.
Amorim er 39 ára gamall og var sterklega orðaður við Liverpool og fleiri lið í sumar.
Búist er við að viðræður haldi áfram í dag en Manchester United rak Erik ten Hag úr starfi fyrr í gær.
🚨 Ruben Amorim has given initial green light to Man United. He's keen on joining the club, accepting the project and the terms discussed.
Amorim respects Sporting… and so it depends on club to club negotiation now.
Exit clause for top clubs is around €10m. pic.twitter.com/zTRdbbGeNg
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 29, 2024