Lögregla fékk svo tilkynningu um að ráðist hefði verið á ungling í Breiðholti. Málið er í rannsókn en frekari upplýsingar koma ekki fram í skeyti lögreglu.
Þá var tilkynnt um eld í bifreið í Hafnarfirði og tilkynnt um umferðaróhapp í Múlunum, hverfi 108. Engin slys urðu á fólki. Annað umferðaróhapp varð í Árbænum en þar urðu ekki heldur slys á fólki.