fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Pressan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 18:15

Frá vinnslusvæðinu. Mynd:Pulsar Helium

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Minnesota í Bandaríkjunum er risastór helíumlind, sú stærsta sem vitað er um í heiminum. Í henni er hugsanlega nógu mikið af þessari gastegund til að leysa þann mikla skort sem er á gastegundinni í Bandaríkjunum.

Þessi skortur hefur áhrif á tækni, lækningar og geimferðir. Það eru því gleðitíðindi að svo mikið helíum hafi fundist í landinu.

Pulsar Helium kynnti í sumar mat óháðra aðila á stærð helíumlindarinnar, sem er nærri Babbitt, og eru tölurnar mjög jákvæðar að sögn sérfræðinga sem telja að með gasinu í lindinni verði hægt að leysa úr bráðum skorti í Bandaríkjunum.

Mat var lagt á magn helíums í einum brunni, sem nær til 13% af því landi sem Pulsar Helium á í Minnesota. Að mati sérfræðinga eru 649.000 rúmmetrar af helíum í brunninum en það svarar til 1% af heildarframleiðslu Bandaríkjanna á helíum á síðasta ári og 0,4% af framleiðslunni á heimsvísu.

Live Science skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá Pulsar Helium komi fram að þetta jákvæða mat á einum grunnum brunni sé mjög hvetjandi til áframhaldandi rannsókna á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf

Bankaræninginn vildi láta læsa sig inni en gekk illa að láta handtaka sig – Svo sendi hann dómara óvenjulegt bréf
Pressan
Fyrir 3 dögum

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bankareikningar Dana tútna út

Bankareikningar Dana tútna út