fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Pressan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 18:15

Frá vinnslusvæðinu. Mynd:Pulsar Helium

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Minnesota í Bandaríkjunum er risastór helíumlind, sú stærsta sem vitað er um í heiminum. Í henni er hugsanlega nógu mikið af þessari gastegund til að leysa þann mikla skort sem er á gastegundinni í Bandaríkjunum.

Þessi skortur hefur áhrif á tækni, lækningar og geimferðir. Það eru því gleðitíðindi að svo mikið helíum hafi fundist í landinu.

Pulsar Helium kynnti í sumar mat óháðra aðila á stærð helíumlindarinnar, sem er nærri Babbitt, og eru tölurnar mjög jákvæðar að sögn sérfræðinga sem telja að með gasinu í lindinni verði hægt að leysa úr bráðum skorti í Bandaríkjunum.

Mat var lagt á magn helíums í einum brunni, sem nær til 13% af því landi sem Pulsar Helium á í Minnesota. Að mati sérfræðinga eru 649.000 rúmmetrar af helíum í brunninum en það svarar til 1% af heildarframleiðslu Bandaríkjanna á helíum á síðasta ári og 0,4% af framleiðslunni á heimsvísu.

Live Science skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá Pulsar Helium komi fram að þetta jákvæða mat á einum grunnum brunni sé mjög hvetjandi til áframhaldandi rannsókna á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni