David de Gea fyrrum markvörður Manchester United sendir alla tertuna í andlitið á Erik ten Hag fyrrum stjóra Manchester United.
Ten Hag var rekinn úr starfi í gær en fyrir 16 mánuðum ákvað Ten Hag að henda De Gea burt.
De Gea hefur ekki fyrirgefið það og sendi sneið á X-inu, hann virtist fagna brottrekstri Ten Hag með tjákni.
Netverjar telja að tjáknið með klemmdum fingrum sé beint til Ten Hag.
Hollenski stjórinn stýrði United í rúm tvö ár en hann henti De Gea burt til að sækja vin sinn Andre Onana sem hefur ekki tekist að bæta neinu við United liðið.