Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá the Global Commission of the Economics of Water. Í henni kemur fram að loftslagsbreytingarnar, landeyðing og stöðug vanstjórnun á vatnsauðlindunum þýði að tæplega þrír milljarðar manna og um helmingur matvælaframleiðslunnar á heimsvísu standi frammi fyrir „áður óþekktu álagi“ á vatnskerfi jarðarinnar.
Ef þessari þróun verði ekki snúið við, þá mun þetta hafa mikil áhrif á mannkynið og umhverfið. Margar borgir síga nú þegar vegna þess að grunnvatnið undir þeim er horfið. Þess utan mun allt að 8% af vergri landsframleiðslu heimsbyggðarinnar glatast fyrir 2050 en hjá fátæku ríkjunum verður hlutfallið 15%.
Johan Rockström, forstjóri Potsdam Institute for Climate Impact Research, sagði í yfirlýsingu í tengslum við birtingu skýrslunnar að eins og staðan sé í dag þá blasi vatnsskortur við helmingi mannkynsins. Eftir því sem þessi mikilvæga auðlind þverri, þá verði fæðuöryggi og þróun mannkynsins í hættu. „Í fyrsta sinn í sögunni, þá erum við að raska hringrás vatns á heimsvísu,“ sagði hann.