fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Pressan

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Pressan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 12:30

Hann er greinilega sárþjáður af flensu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju flensutímabili fær töluverður hluti mannfjöldans inflúensu. Flestir ná sér af veikindunum en aðrir deyja, þó sem betur fer mikill minnihluti. Sem dæmi um þetta má nefna að árlega látast á bilinu 21.000 til 51.000 manns í Bandaríkjunum af völdum flensunnar.

Í umfjöllun Live Science um málið kemur fram að ákveðnir aldurshópar séu líklegri til að veikjast alvarlega af flensu og eiga þar með frekar á hættu að látast af hennar völdum. Þetta eru börn yngri en 5 ára, fólk eldra en 65 ára, óléttar konur og fólk með króníska sjúkdóma.

En hvað veldur því að flensan verður fólki að bana?

Í umfjöllun Live Science er haft eftir Akiko Iwasaki, prófessor í ónæmisfræði við Yale háskólann, að fólk geti látist á margan hátt af völdum flensu. Flensuveirur geti valdið alvarlegu tjóni á fjölda líffæra og líffærakerfum í líkamanum, þar á meðal lungum, hjarta, heila og ónæmiskerfinu.

Meðal lífshættulegra áhrifa flensuveira er að þær geta valdið lungnabólgu en þær geta borist beint inn í lungun. Þær geta einnig skemmt frumurnar í öndunarveginum og þær geta opnað leiðina fyrir bakteríur til að dafna í miklu magni en það ýtir undir bólgur og hugsanlega bakteríu lungnabólgu.

Alvarleg lungnabólga getur valdið bráðu öndunarheilkenni (ARDS) en þá safnast vökvi fyrir í lungunum sem verða stíf og geta þanist út.

Flensueinkenni geta einnig lagst á hjartað og valdið því að vöðvar þess bólgna sem og pokinn sem umlykur það. Þetta getur gert að verkum að hjartað á erfitt með að dæla blóði og ryþmi þess raskast, stundum með banvænum afleiðingum.

Það er mjög sjaldgæft, en gerist þó, að flensan veldur því að heilinn bólgnar en það getur haft alvarlegar afleiðingar, í versta falli dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar
Pressan
Í gær

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankareikningar Dana tútna út

Bankareikningar Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sagður hafa átt leynileg samtöl við Vladímír Pútín

Elon Musk sagður hafa átt leynileg samtöl við Vladímír Pútín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Doktorsnemi gerði óvart risastóra uppgötvun með aðstoð Google

Doktorsnemi gerði óvart risastóra uppgötvun með aðstoð Google
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk segir að geimverur séu hugsanlega hér á jörðinni

Elon Musk segir að geimverur séu hugsanlega hér á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stríðsherrann Kadyrov lofar hefndum – „Þau bitu okkur – við munum tortíma þeim“

Stríðsherrann Kadyrov lofar hefndum – „Þau bitu okkur – við munum tortíma þeim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal