fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Pressan

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns

Pressan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 07:30

Beinagrindi. Mynd:Mauro Calattini; Owen Alexander Higgins et al.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa, í nýrri rannsókn, varpað ákveðnu ljósi á sögu lítils drengs sem bjó á sunnanverðri Ítalíu fyrir um 17.000 árum en vel varðveittar líkamsleifar hans fundust í lok síðustu aldar.

Drengurinn, sem kom í heiminn þegar ísöld ríkti, var bláeygður, dökkur á hörund og með krullótt hár. Hann lést líklega af völdum meðfædds hjartasjúkdóms.

 Í rannsókninni, sem var nýlega birt í vísindaritinu Nature Communications, kemur fram að drengurinn hafi borið merki um vanþroska og innræktun.

Live Science segir að Mauro Calattini, fornleifafræðingur við Siena háskólann og einn höfunda rannsóknarinnar, hafi fundið gröf drengsins 1998 þegar hann var við uppgröft í Grotta delle Murva hellinum í Monopoli, sem er bær í suðausturhluta Puglia-héraðs eða „hællinn“ á ítalska stígvélinu en landið líkist einna helst stígvéli þegar það er skoðað á landakorti.

Gröfin var undir tveimur steinum og hafði líkið varðveist mjög vel en beinagrindin var heil. Ekkert hafði verið sett í gröfina með drengnum og þetta var eina gröfin í hellinum.

Það er mjög sjaldgæft að finna vel varðveittar líkamsleifar barns sem var uppi skömmu eftir að síðasta ísöldin náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Þá var aðeins hlýrra á sunnanverðri Ítalíu en annars staðar á evrópska meginlandinu og því hefur fólkið, sem gróf drenginn, líklega leitað þangað til að komast í lífvænlegt umhverfi.

Rannsóknin leiddi í ljós að drengurinn lést þegar hann var um 16 mánaða gamall. Tennur hans bera merki um erfiðar líkamlegar aðstæður, meira að segja á meðan hann var enn í móðurkviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar

TikTok-stjarna hvarf eftir að hún gerði sér ferð til Walmart – Síðan voru furðuleg skilaboð send úr síma hennar
Pressan
Í gær

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankareikningar Dana tútna út

Bankareikningar Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sagður hafa átt leynileg samtöl við Vladímír Pútín

Elon Musk sagður hafa átt leynileg samtöl við Vladímír Pútín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Doktorsnemi gerði óvart risastóra uppgötvun með aðstoð Google

Doktorsnemi gerði óvart risastóra uppgötvun með aðstoð Google
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk segir að geimverur séu hugsanlega hér á jörðinni

Elon Musk segir að geimverur séu hugsanlega hér á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stríðsherrann Kadyrov lofar hefndum – „Þau bitu okkur – við munum tortíma þeim“

Stríðsherrann Kadyrov lofar hefndum – „Þau bitu okkur – við munum tortíma þeim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal

Hent úr pallborði CNN fyrir yfirgengilega hótun í beinni útsendingu – Fær aldrei að koma aftur í viðtal