fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Starfsfólk sjúkrahúss horfði á unga konu deyja – Héldu að hún væri sofandi

Pressan
Þriðjudaginn 29. október 2024 07:30

Shannara Donnelly

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það átti að vaka stöðugt yfir Shannara Donnelly, 22 ára, þegar hún lá á Chase Farm sjúkrahúsinu í Lundúnum. Ástæðan var að hún var talin líkleg til að skaða sjálfa sig.  Fylgst var með henni í gegnum eftirlitsmyndavél.

En eitthvað fór úrskeiðis í þessu eftirlit því heilbrigðisstarfsfólki yfirsást að hún hneig niður í herberginu sínu þann 19. júní síðastliðinn. Hún lá deyjandi á gólfinu í rúma klukkustund því starfsfólkið hélt að hún væri sofandi.

Metro segir að þetta hafi komið fram í síðustu viku þegar málið var tekið fyrir hjá dánardómsstjóra. Fram kom að líklega hafi Shannara tekið eigið líf.

Hún hafði áður kært kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir, hún glímdi við áfengismisnotkun og stundum heyrði hún raddir í höfði sér.

Móðir hennar sagði að Shannara hafi átt mjög erfitt þegar sóttvarnaraðgerðir voru í gildi á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að nýlega hafi þrír nánir ættingjar hennar látist.

Það kom einnig fram hjá dánardómsstjóranum að í sjúkraskýrslum hennar hafi komið fram að ekki ætti að leggja hana inn á Chase Farm sjúkrahúsið vegna fyrri atburða þar. En samt sem áður var hún lögð þar inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál