fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Pressan

Læknir skýrir frá athyglisverðri þróun hjá körlum – Getnaðarlimurinn fer stækkandi

Pressan
Þriðjudaginn 29. október 2024 03:54

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa áhyggjur af að getnaðarlimurinn sé ekki nógu stór þegar kemur að kynlífi og virðist sem þetta sé eitthvað sem sífellt fleiri karlar hafa áhyggjur af. Líklega má rekja þessar áhyggjur til auðvelds aðgangs að klámi en í klámmyndum er „verkfæri“ klámstjarnanna oft í stærri kantinum og telja margir karlar því að stærð þeirra sé eitthvað sem flestar konur vonast eftir.

Læknirinn Rena Malik sagði nýlega í hlaðvarpinu „Diary of a CEO“ að það séu kannski góð tíðindi fyrir marga karla, þó væntanlega aðeins framtíðarkynslóðirnar, að á síðustu áratugum hafi getnaðarlimir stækkað.

„Á síðustu 50 árum höfum við séð að getnaðarlimir karla hafa stækkað. Talið er að ástæðan sé að kynþroskinn byrjar fyrr og að drengir verði fyrir áhrifum ýmissa þátta sem geri að verkum að kynþroskaskeiðið hefst fyrr. Þannig fá þeir meira testósterón og getnaðarlimurinn verður stærri,“ sagði hún.

Hún sagði að það sé kannski vandamál í þessu samhengi að ekki sé að sjá að samsvarandi breyting sé að eiga sér stað á kynfærum kvenna. „Dýpt“ konu virðist vera 7-8 cm þegar hún er ekki kynferðislega örvuð en þegar hún er örvuð er „dýptin“ 12 til 15 cm. Þetta passar vel við meðallengd getnaðarlima.

Hún sagði einnig að rannsóknir á notkun kynlífsleiktækja bendi til að konum líði almennt best með leiktæki sem eru á stærð við meðalstærð getnaðarlims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus og Baba Vang settu fram sama hrollvekjandi spádóminn fyrir 2025

Nostradamus og Baba Vang settu fram sama hrollvekjandi spádóminn fyrir 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?

Hvað varð um Carole-Ann Boone sem giftist Ted Bundy?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters

Metnaðarfullt verkefni NASA er hafið – Leita að lífi á tunglum Júpíters
Pressan
Fyrir 4 dögum

Loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar var ekki sá eini sinnar tegundar

Loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar var ekki sá eini sinnar tegundar