fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Pressan

Dularfullar atvinnuauglýsingar enda hörmulega fyrir þá sem svara

Pressan
Þriðjudaginn 29. október 2024 03:50

Mynd úr safni. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fannst lík 75 ára karlmanns á heimili hans í Yokohama í Japan. Hendur og fætur hans voru límdir saman og miklir áverkar voru á líkinu. Farið hafði verið ránshendi um heimilið.

The Japan Times skýrir frá þessu og segir að ekki sé endanlega búið að skera úr um dánarorsök mannsins en lögregluna gruni að þetta sé enn eitt dæmið um fyrirbæri sem nefnist „yami baito“ en þau hefjast oft með dularfullum atvinnuauglýsingum á samfélagsmiðlum. Vitað er um að minnsta kosti eitt annað mál af þessu tagi sem endaði með morði.

The Times segir að lögregluna gruni að morðið á manninum tengist að minnsta kosti sjö öðrum ránum sem hafa verið framin síðan í september í Kanto-héraðinu en það nær yfir höfuðborgina Tókýó og Yokohama.

Lögreglan hefur handtekið 20 manns sem eru grunuð um aðild að ránunum. Flest hinna handteknu segjast hafa verið ráðin til starfa í gegnum auglýsingar á netinu og hafi fengið fyrirmæli í gegnum dulkóðuðu samskiptasíðuna Signal.

Málin snúast meðal annars um rán hjá veðlánurum og nytjamörkuðum sem selja lúxusvarning. Einnig hafa rán verið framin á einkaheimilum og var úrum, skartgripum og reiðufé stolið. Í sex af sjö málum hlutu fórnarlömbin alvarlega áverka.

The Times segir að fram að þessu hafi mörg rán verið framin og að minnsta kosti eitt morð hafi verið staðfest. Öll málin voru skipulögð og fólki greitt fyrir af glæpamönnum.

„Yami baito“ þýðir „skuggaleg hlutastörf“.  Þau hefjast oft með auglýsingum á samfélagsmiðlum á borð við X eða Facebook. Auglýst er eftir fólki til „skuggalegra starfa“ og er háum launum heitið.

Þegar fólk hefur sótt um er það beðið um nafn og heimilisfang og heimilisfang foreldra. Þessar upplýsingar geta glæpamennirnir síðan notað til að ógna fólki ef því snýst hugur. „Af því að ég hafði látið þeim persónulegar upplýsingar í té, átti ég engan annan kost en að taka þátt í ráninu,“ sagði einn hinna handteknu að sögn NHK sjónvarpsstöðvarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona mörg egg er hægt að borða daglega án þess að það sé óhollt

Svona mörg egg er hægt að borða daglega án þess að það sé óhollt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs