Á síðustu þremur tímabilum hefur Breiðablik tvisvar orðið Íslandsmeistari í karlaflokki. Halldór Árnason stýrði liðinu til sigurs í Bestu deild karla á sunnudag.
Halldór var á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild en áður hafði hann verið aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Óskar gerði Blika að meisturum árið 2022 þegar liðið náði í 63 stig, það er stigi meira en Halldór náði í með Blikana í ár.
Lið Óskars skoraði fleiri mörk og fékk á sig færri en í sumar. Lið Halldórs tapaði þó færri leikjum en liðið gerðið undir stjórn Óskars.
Hér að neðan er samanburður á helstu tölum.
Íslandsmeistarar Breiðabliks 2024:
62 stig
63 mörk skoruð
31 mark á sig
19 sigrar
5 jafntefli
3 töp
Íslandsmeistarar Breiðabliks 2022
63 stig
66 mörk skoruð
27 mörk á sig
20 sigrar
3 jafntefli
4 töp