fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fókus

Hús Matthew Perry selt ári eftir andlát hans

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. október 2024 19:30

Matthew Perry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hús bandaríska leikarans Matthew Perry í Pacific Palisades í Los Angeles, hefur fengið nýjan eiganda. Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu þann 28. október 2023.

Það er kvikmyndaframleiðandinn og fasteignamógulinn Anita Verma-Lallian sem keypti húsið fyrir 8,55 milljónir dollara. Húsið sem er 325 fermetrar og samanstendur meðal annars af fjórum svefnherbergjum hyggst Verma-Lallian nota sem sumarhús. Perry keypti húsið árið 2020 fyrir sex milljónir dollara.

Perry var 54 ára að aldri þegar hann lést og var andlátið skráð sem slys í fyrstu. Krufning leiddi í ljós að Perry lést eftir að hafa tekið mjög stóran skammt af lyfinu ketamín, sem varð til þess að hann missti meðvitund í heita pottinum og drukknaði.

Leikarinn var í meðferð við þunglyndi og kvíða þar sem hann fékk litla skammta af ketamín. Sá skammtur sem hann hafði tekið fyrir andlátið var þó langt umfram meðferðarskammt og ljóst að hann hafi fengið lyfið með ólögmætum leiðum.

Fimm manns, þar á meðal tveir læknar og aðstoðarmaður Perrys til fjölda ára voru ákærðir fyrir andlát Perry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi