Manchester United ákvað að reka Erik ten Hag úr starfi í gær, ákvörðunin kom fáum á óvart.
Ten Hag var á sínu þriðja tímabili með Manchester United en félagið hafði skoðað í sumar að reka hann.
Ákveðið var að gefa Ten Hag tíma í starfi en eftir ömurlega byrjun en er búið að reka hann. United situr í fjórtánda sæti ensku deildarinnar.
Ten Hag vann enska bikarinn og deildarbikarinn í starfi en var í tómu tjóni í deildinni.
Undir stjórn Ten Hag hafa margir leikmenn staðið sig illa en samkvæmt WhoScored er þetta þeir sem hafa verið slakastir.