fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Splunkuný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins á mikilli siglingu – Píratar og VG úti í kuldanum

Eyjan
Mánudaginn 28. október 2024 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn og Flokkur fólksins eru á töluverðu flugi ef marka má skoðanakannanir nú þegar mánuður er til kosninga.

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem kynnt var í hádegisfréttum Bylgjunnar og fjallað er um á Vísi, er Samfylkingin enn sem fyrr stærsti flokkurinn og mælist fylgi hans 22,2%. Fylgi flokksins hefur dalað að undanförnu og var það um 27% um tíma í vor.

Viðreisn er orðinn næst stærsti flokkur landsins og er fylgi hans nú 16,2%. Í maí var fylgi Viðreisnar rétt rúmlega 9%. Miðflokkurinn kemur þar skammt á eftir en fylgi hans er 15,9% eftir að hafa farið hæst í 17,0% í septembermánuði.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt undir högg að sækja að undanförnu og mælist fylgi hans nú 13,9%. Hefur flokkurinn bætt örlítið við sig frá síðustu könnun þegar fylgið mældist  13,7%.

Flokkur fólksins mælist með 9,3% fylgi en í síðustu könnun Maskínu var fylgi hans 6,6%. Í könnun Prósents sem kynnt var á föstudag mældist Flokkur fólksins með 11,4% fylgi.

Framsóknarflokkurinn mælist svo með 6,9% fylgi en fleiri flokkar en ofantaldir myndu ekki koma manni á þing ef niðurstöður kosninganna væru í samræmi við könnun Maskínu.

Píratar mælast með 4,5% fylgi, Sósíalistaflokkurinn 4,0% og VG með 3,8% fylgi. Lýðræðisflokkurinn er svo með 1,6% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður