Ofurtölvan hefur stokkað spilin sín eftir helgina þar sem Manchester City tyllti sér á toppinn.
Liverpool og Arsenal gerðu jafntefli en Ofurtölvan telur að Arsenal muni keppa við City um þann stóra.
Ofurtölvan er á því að City vinni deildina á markatölu eftir helgina.
Manchester United mun enda í tólfta sæti deildarinnar en Erik ten Hag var rekinn úr starfi fyrr í dag.
Svona endar deildin ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér.