fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Sanna Magdalena: Bætum heilbrigðisþjónustuna innan opinbera kerfisins – sparnaður í einkarekstri er á kostnað starfsfólksins

Eyjan
Mánudaginn 28. október 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagkvæmni í einkarekstri í heilbrigðisþjónustu er oft á kostnað kjara þeirra sem veita þjónustuna, starfsfólksins. Hið opinbera á að sjá um heilbrigðisþjónustu og einkaaðilar eiga ekki að fá að græða á að veita grunnþjónustu sem við öll þurfum að nýta okkur einhvern tímann á lífsleiðinni. Heilbrigðisþjónustan í dag er ekki góð en við eigum að hlusta á fólkið á gólfinu sem veit hvað þarf að gera til að bæta hana. Oft er dregið úr gæðum þjónustu og lítil gæði síðan notuð sem rök til að einkavæða hana. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Þegar við erum að tala um heilbrigðisþjónustu þá erum við að tala um grunnþjónustu sem við þurfum öll að nýta okkur einhvern tímann á lífsleiðinni og þegar rekstur eða þjónusta er færð til einkaaðila þá væntanlega er markmið þeirra einkaaðila að fá eitthvað út úr því að vera með slíka starfsemi þannig að það er mjög óeðlilegt að það sé hægt að græða á óheilbrigði eða sjúkdómum eða þeirri þjónustuþörf sem manneskjur þurfa á að halda þær leita til læknis, þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda,“ segir Sanna Magdalena.

Hún segir að markmiðið eigi fyrst og fremst að vera að við getum fengið alla þá heilbrigðisþjónustu sem við þurfum, hvort sem það sé vegna líkamlegra eða andlegra kvilla, og að við þurfum ekki að greiða mjög hátt gjald fyrir það. „Um leið og þú ert farinn að greiða hátt gjald þá getur það verið mjög útilokandi fyrir ákveðna aðila að sækja sér heilbrigðisþjónustu.“

Þetta er bara veruleikinn í dag. Fólk neitar sér um og við erum ekki endilega að tala um eitthvað einkarekið.

„Algerlega, og það þarf auðvitað að bæta þá heilbrigðisþjónustu sem er til staðar og þá held ég að það sé mjög mikilvægt að fólkið sem er á gólfinu, eins og það er kallað, sem vinnur í þessu dag eftir dag og sér nákvæmlega hvað það er sem þarf að leggja áherslu á, að það verði hlustað meira á þeirra raddir, þeirra sem eru inni á spítölunum, þeirra sem eru í þessu og sjá hvernig það þarf að bæta aðstöðuna, hvernig það þarf að tryggja nægt rými. Þessar raddir þurfa að vera mjög ofarlega í því hvernig bið skipuleggjum og bætum heilbrigðisþjónustuna, myndi ég segja.“

Nú er oft bent á að þegar hið opinbera er að vasast í ýmis konar starfsemi sé það oft dýrt, það sé ómarkvisst og að einkaaðilar, sem einmitt horfa til þess að græða, geti gert hlutina betur og ódýrar þannig að það sé ódýrara fyrir hið opinbera að kaupa þjónustu af einkaaðilum frekar en að vera að byggja hana upp innan ríkisins þannig að það sé í raun og veru pláss fyrir betri þjónustu, ódýrari þjónustu fyrir greiðandann, sem er ríkið, og einhver einkaaðili geti grætt. er það af hinu vonda?

„Þegar það er talað um að eitthvað sé ódýrara sem maður greiðir þá oft hefur það verið að það er tekið út einhvers staðar, eins og t.d. með kjörum þeirra sem veita þjónustuna, starfsfólksins. Ég myndi segja að markmiðið sé að byggja upp gott heilbrigðiskerfi og að það sé hið opinbera sem haldi utan um það og geti þá líka haft yfirsýn, en ég er alls ekki að segja að heilbrigðisþjónustan núna sé eitthvað góð og ég held að það sé einmitt, eins og ég sagði áðan, að það er ekki verið að hlusta nægilega vel á fólkið sem er að vinna þessa vinnu og það má ekki vera þannig að sem flestar ákvarðanir séu teknar á skrifstofum, úr tengslum við starfsfólkið sjálft.“

Það vill nú oft bregða við.

„Fólkið með reynsluna á að fá að segja sitt um næstu skref og eitt sem er oft líka talað um í þessu samhengi er að við erum með opinbera þjónustu sem er ekki nógu góð. það er vegna þess að hún hefur ekki verið fjármögnuð eins og hún þyrfti að vera fjármögnuð. Þá er þjónustan orðin verri og þá er talað um að þetta sé orðið svo slæmt, að það hafi þá oft verið notað sem rök til að réttlæta einkavæðingu, segja bara: Þetta er mjög slæmt, við getum ekki haldið áfram svona, nú þurfi að leita til þjónustu utanaðkomandi fyrirtækja í stað þess einmitt að byggja upp þjónstuna og tryggja að hún sé góð; bæta hana, laga hana en ekki bara nota þessi rök að þetta sé svo slæmt að við verðum að útvista þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Í gær

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“