Erik ten Hag var rekinn frá Manchester United í dag og fullyrt er að Xavi fyrrum þjálfari Barcelona sé á blaði.
Xavi er sagður hafa átt fund með forráðamönnum Manchester United á dögunum.
Mynd sem eiginkona Xavi birti á Instagram í gær vekur mikla athygli, þar er sonur þeirra klæddur í treyju Manchester United.
Telja margir að þetta bendi til þess að Xavi hafi áhuga á starfinu nú þegar Ten Hag var rekinn.
Xavi hætti með Barcelona í sumar en hann gæti nú tekið við Manchester United.