Mohamed Salah sóknarmaður Liverpool er í góðu stuði þessa dagana og var hann á skotskónum í 2-2 jafntefli gegn Arsenal í fyrradag.
Salah hefur nú skorað 163 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er áttundi markahæsti leikmaður í sögu deildarinnar.
Salah jafnaði við Robbie Fowler í gær en hann gæti náð Thierry Henry og Frank Lampard á þessu tímabili.
Salah verður samningslaus næsta sumar en enska félagið reynir að halda í sinn öflugasta mann.
Svona er listinn.