fbpx
Mánudagur 28.október 2024
433Sport

Viðar Örn svarar fyrir rætnar kjaftasögur sem voru í sumar – „Skilnaður og alls konar þvæla ofan í það“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. október 2024 10:42

Viðar Örn Kjartansson. Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson framherji KA segir að rætnar kjaftasögur um sig í sumar hafi ekki verið skemmtilegar að lifa undir en hann sé vanur slíkur. Viðar ræðir við RÚV.

Viðar var mikið á milli tannana á fólki í vor þegar hann samdi við KA, hann hafði verið án félags og viðurkennir sjálfur að hann hafi mikið ver á djamminu áður en hann samdi við KA.

Hann segir hluti í persónulega lífinu einnig hafa spilað inn í. „Ég hef vanist þessu frá unga aldri. Þú ert með fullt af fólki sem fílar þig og svo fólk sem líkar ekki við mig, af ástríðu. Auðvitað get ég kennt sjálfum mér um að vera sýnilegur hér og þar, í bænum í vetur og annað. Ég tek það alveg á mig. Ég viðurkenni það alveg. Það er alveg ein af ástæðunum fyrir því að ég var ekki í formi. Þarna var ég kominn á einhvern stað, búinn að vera lengi úti og vera einn og þá gerast bara svona hlutir. Skilnaður og alls konar þvæla ofan í það,“ segir Viðar í samtali við RÚV.

Viðar þvertekur fyrir að KA hafi ætlað að rifta samningi hans eins og sögur voru um „Bara núll. Það var kannski eitt atvik með eina æfingu. Ekkert meira en það. Það var ekkert þarna í byrjun sem að verðskuldaði eitthvað svona. Ég held að veturinn hafi ekkert verið að hjálpa mér,“ segir Viðar.

Hann segist hafa misst metnaðinn í smá tíma áður en hann samdi við KA og verið talsvert á næturlífinu. „Já, já. Það er alveg partur af því að metnaðurinn var ekki. Ég þarf ekki einu sinni að viðurkenna það. Ég var nú bara sýnilegur. Það er mér að kenna. En sögurnar eru búnar til eins og þetta hefði náð langt inn í sumarið, sem er alger þvæla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir óákveðni INEOS ástæðu þess að tímabil United er farið í vaskinn

Segir óákveðni INEOS ástæðu þess að tímabil United er farið í vaskinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Höskuldur besti leikmaður Bestu deildarinnar – Benóný efnilegastur

Höskuldur besti leikmaður Bestu deildarinnar – Benóný efnilegastur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Árna í skýjunum eftir leik – „Við vorum langbesta liðið í 90 mínútur“

Halldór Árna í skýjunum eftir leik – „Við vorum langbesta liðið í 90 mínútur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik Íslandsmeistari eftir frækinn sigur í Víkinni – Halldór Árnason vann titilinn í fyrstu tilraun

Breiðablik Íslandsmeistari eftir frækinn sigur í Víkinni – Halldór Árnason vann titilinn í fyrstu tilraun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu vítaspyrnudóminn umdeilda sem kostaði United í London

Sjáðu vítaspyrnudóminn umdeilda sem kostaði United í London
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Palmer hetja Chelsea – United tapaði á lokamínútunum

England: Palmer hetja Chelsea – United tapaði á lokamínútunum