fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
Fókus

Þessi 80‘s slagari er sá vinsælasti í brúðkaupum

Fókus
Mánudaginn 28. október 2024 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar farið er í brúðkaup heyrast oftar en ekki sömu lögin þegar gleðin tekur völd og fólk fer að týnast á dansgólfið. Þetta eru oftar en ekki stuðmiklir slagarar þar sem ástin kemur við sögu með einum eða öðrum hætti.

Vefsíðan Breezit sem sérhæfir sig í ýmsu sem tengist brúðkaupum lagðist í smá rannsóknarvinnu fyrir skemmstu þar sem skoðaðir voru spilunarlistar á Spotify sem settir hafa verið saman fyrir brúðkaupsveislur. Var markmiðið að skoða hver vinsælustu lögin eru í brúðkaupum.

Það er skemmst frá því að segja að það lag sem oftast rataði á listana var 80‘s slagarinn I Wanna Dance With Somebody með Whitney Houston.
Á 2.000 listum sem skoðaðir voru þetta lag að finna á 484 listum. Á listunum var samtals að finna 40.091 lag.

Í öðru sæti á listanum var lagið Dancing Queen með Abba en lagið kom út árið 1976. Dancing Queen var að finna á 394 listum. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lagið í þriðja sæti er eftir bandaríska tónlistarmanninn Usher og kom út árið 2004. Um er að ræða einn af hans helstu smellum, Yeah! en með honum í laginu eru Lil Jon og Ludacris.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Konan mín til 20 ára vill að ég finni mér kærustu – Hvað á ég að gera?

Konan mín til 20 ára vill að ég finni mér kærustu – Hvað á ég að gera?