Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla eftir magnaðan 0-3 sigur á Víkingi á útivelli í kvöld. Um var að ræða hreinan úrslitaleik. Breiðablik var betra frá nánast fyrstu mínútu leiksins og virtist meira hungur í þeim en Víkingum, liðið vann fleiri návígi og var ofan á í baráttunni.
Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 fyrir Blika í hálfleik. Ísak var harður í horn að taka í teignum og hafði betur í návígi við Oliver Ekroth áður en hann setti boltann í netið. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og voru ógnandi, þeim vantaði hins vegar gæðin á síðasta þriðjung. Eftir pressu Víkinga var það Ísak aftur sem skoraði fyrir Blika.
Ísak var þá fylginn sér í teignum og skoraði af stuttu færi. Það var svo á 80 mínútu sem Aron Bjarnason tryggði 0-3 sigur Blika. Hann fékk fallega sendingu inn fyrir vörn Víkings og vippaði yfir Ingvar Jónsson. Breiðablik endar tímabilið með 62 stig en Víkingar 59 stig, þetta var fyrsta tímabil Halldórs Árnasonar sem þjálfari liðsins og varð hann Íslandsmeistari með liðið í fyrstu tilraun.
Þetta er í þriðja sinn sem Breiðablik verður Íslandsmeistari í karlaflokki, áður vann liðið titilinn árið 2010 og 2022.
Mikið var rætt um leikinn á X og má sjá það helsta hér að neðan.
Síminn var að hringja og ég heyrði lítið fyrir látum.
„Dóri Árna, og #%€+]“
Ég: Keli? Ég heyri ekkert hvað þú ert að segja, en til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Keli: Ég sagði Dóri Árna, og ég skal mála þessar helvítis pallettur aftur rauðar í fyrramálið! https://t.co/g3C4C5SkAs
— Sóli Hólm (@SoliHolm) October 27, 2024
Það verður vælt. Svo mikið er víst en vonandi vinnur betra fótboltaliðið. pic.twitter.com/HzsIScMeCG
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) October 27, 2024
Til hamingju Blikar, toppuðu á réttum tíma og unnu Víkingana á þeirra eigin bragði.
Risavaxið hrós á Dóra Árna, Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili, eitthvað sem fáir spáðu fyrir tímabilið. 🏆🟢 pic.twitter.com/0iyrvXxlUv
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) October 27, 2024
Það er gamlárskvöld vibe yfir stemningunni og tímasetningunni á Víkingur-Breiðablik. Geggjað.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2024
Leiknum að ljúka. Íslandsmeistarar syngja stuðningsmenn. Það er partý á pöllunum á heimavelli hamingjunnar í Fossvoginum 💚 pic.twitter.com/YMma2T5hIS
— Blikar.is (@blikar_is) October 27, 2024
Big game Isak
— Gary martin (@gazbov10) October 27, 2024
🇮🇸 Honestly I don’t know what I expected in this game but I was not expecting that.
In Breidablik’s last game they committed 13 total fouls. They had crossed that after 35 minutes in this match.
If a player doesn’t get sent off I’ll be genuinely amazed. pic.twitter.com/iATm3Ho7lA
— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) October 27, 2024
Til hamingju Blikar. Eru búnir að vera hrikalega steady meira og minna í allt sumar. Bjóst samt ekki við að þeir myndu taka titilinn en vel gert. #EuroBLIX #fotboltinet
— Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) October 27, 2024
Verðskuldaður sigur Blika sem og Íslandsmeistaratitill. Laskað lið Víkings tekið í bólinu. Frábærlega vel útfærður leikur hjá Kópavogsliðinu. Sigur liðsheildarinnar. Til hamingju @blik
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 27, 2024
Dóri Árna – þennan mann þarf að handjárna
Risa, risa virðing á nafnið. Trappaði sig upp íslenskan fótbolta. KV, Grótta, Breiðablik og hendir svo 62 punktum á töfluna. Ruglað debut tímabil
— Jói Ástvalds (@JoiPall) October 27, 2024
Djöfull er þetta ógeðslega sterkur titill hjá Dóra og Blikum. Þvílík frammistaða í þessum leik í kvöld. Víkingur fékk ekki að vera með í eina sekúndu. Til hamingju Blikar!
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 27, 2024
Þetta er rosaleg yfirtaka hjá Blikum. “Aldrei hætta” tímabil og allir eins mark sigrarnir á lokamínútunum.
Gott að enda cruisið á Víkingum líka.
Stjarnan á næsta season
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) October 27, 2024
Shoutout á þessa girðingu sem Víkingar settu upp á Blikasvæðinu. Lasið burðarþol!
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 27, 2024
Dóri Árna KV Legend
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) October 27, 2024
Anton Ari, virðingu á fucking nafnið
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) October 27, 2024
Hamingjuóskir til Blika. Það að enda tímabilið á 14 leikjum án ósigurs segir ansi mikið um hve sterkir þeir voru síðustu mánuði. Íslandsmeistarar kvk og kk. Ótrúlega vel gert 🏆🏆
— saevar petursson (@saevarp) October 27, 2024
Þessi virðist hafa dottið 😅🏆🍷 pic.twitter.com/CodTT8AFj7
— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 27, 2024