Læknirinn Rena Malik sagði nýlega í hlaðvarpinu „Diary of a CEO“ að aðeins ein alvöru rannsókn hafi verið gerð á þessu og að niðurstaða hennar hafi verið skýr.
„Það er ein rannsókn, japönsk, þar sem aðeins japanskir karlmenn tóku þátt, svo hún er að vissu leyti takmörkuð, en þeir mældu alla líkamshluta og lengd limsins. Þeir komust að því að það er fylgni á milli stærðar nefsins og getnaðarlimsins,“ sagði hún.