Byrjunarliðin í úrslitaleik Bestu deildarinnar hafa verið opinberuð en leikurinn hefst klukkan 18:30 í Víkinni.
Oliver Ekroth varnarmaður Víkings er heill heilsu en hann hefur verið meiddur
Valdimar Þór Ingimundarson er fjarverandi hjá Víkingum en fátt kemur á óvart í byrjunarliði Breiðabliks.
Halldór Árnason hefur getað stillt upp sama liðinu síðustu vikur sem hefur verið duglegt við að ná í úrslit.
Blikar þurfa sigur en Víkingum dugir jafnteflið til að verða Íslandsmeistari.
Liðin eru hér að neðan.