fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
433Sport

Pétur var rekinn frá Val – Nýkjörin stjórn tók þessa umdeildu ákvörðun

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. október 2024 08:30

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom nokkuð á óvart í gær þegar Valur sendi út tilkynningu þess efnis að Pétur Pétursson væri hættur sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Var honum sagt upp störfum samkvæmt öruggum heimildum 433.is

Í tilkynningu Vals segir að um sé að ræða samkomulag. Samkvæmt heimildum 433.is var það af frumkvæði stjórnar Vals sem farið var þessa leið. Pétur var því rekinn úr starfi, samkvæmt heimildum 433.is er ákvörðunin mjög umdeild á Hlíðarenda.

Pétur hafði talað um það eftir tímabilið að hann yrði áfram. „Ég er með tveggja ára samning við Val og það er staðan eins og hún er í dag,“ sagði Pétur við Fótbolta.net eftir tímabilið.

Nú er hins vegar ljóst að Pétur er hættur eftir að nýkjörin stjórn knattspyrnudeildar Vals vildi ráðast í breytingar. Stjórnin tók til starfa á síðasta mánudag.

Elísabet Gunnarsdóttir fyrrum þjálfari liðsins er strax sterklega orðuð við starfið en hún er án starfs.

Pétur hafði unnið fjóra íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla frá því að hann tók við liðinu árið 2017. Er Pétur búinn að vinna frábært starf á Hlíðarenda en Valur endaði í öðru sæti í Bestu deild kvenna í sumar eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glódís Perla sæmd fálkaorðunni

Glódís Perla sæmd fálkaorðunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Berglind á leið aftur í Kópavoginn

Berglind á leið aftur í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Fyrrum leikmaður Manchester United fær harða gagnrýni fyrir ljótt brot

Sjáðu myndbandið: Fyrrum leikmaður Manchester United fær harða gagnrýni fyrir ljótt brot
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölva stokkar spil sín – Liverpool meistari og algjörlega sláandi niðurstaða fyrir Manchester United

Ofurtölva stokkar spil sín – Liverpool meistari og algjörlega sláandi niðurstaða fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst
433Sport
Í gær

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð