fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Sanna Magdalena: Börn ríkra eiga líka að fá gjaldfrjálsar skólamáltíðir – þjóðin fái að kjósa um gjaldmiðilinn

Eyjan
Sunnudaginn 27. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðin á að fá að kjósa um það hvort hún vill nýja gjaldmiðil að undangenginn i ítarlegri umræðu um þau mál. Börn ríkra foreldra eig að fá gjaldfrjálsar skólamáltíðir eins og önnur börn. Aðstæður barna eru mjög fjölbreytilegar og ekki víst að betur sé að þeim búið á heimilum ríkra foreldra. Þjóðin á að fá að kjósa um upptöku nýs gjaldmiðils, kalli hún eftir því.. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Ég myndi fyrst og fremst segja að það sé hagstjórnin sem hafi ekki verið að virka til þess að lækka verðbólgu, en þú nefnir hérna kjarasamninga og ég vildi nefna eitt mjög jákvætt í því og það er ákvæðið með gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem einmitt kemur fram í stefnu okkar sósíalista um menntamál – börn hafa ekki tekjur og við ættum ekki að rukka þau sérstaklega innan veggja skólans …“

Það hefur verið gagnrýnt að það eru börn ríkra foreldra sem fá líka þessar gjaldfrjálsu máltíðir.

„Þá komum við einmitt að því hvernig við sósíalistar sjáum þetta fyrir okkur. Ef það eru mjög ríkir foreldrar þarna úti í samfélaginu sem geta greitt meira þá væri einmitt eðlilegt að það færi fram í gegnum skattkerfið okkar til þess að þau sem eru aflögufær geti greitt inn í þennan sameiginlega sjóð til þess að sá sjóðir sé nógu sterkur til þess að greiða fyrir eðlilega þjónustu, t.d. við börn þannig að þau sitji öll við sama borð,“ segir Sanna Magdalena.

„En ég vildi sérstaklega taka þetta fram varðandi gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar sem ég fagna mjög að séu orðnar að veruleika er að það einmitt hafði áhrif til lækkunar verðbólgunnar. Svo er það líka, af því að það er verið að tala um ríka foreldra sem geta greitt þá er auðvitað rétt að minna á það að aðstæður barna eru mjög fjölbreyttar; þó að foreldrar kannski eigi fullt af pening þá þýðir það ekki alltaf að þeir foreldrar séu kannski að fylgjast með því að greiða reikninga eða senda börnin með nesti í skólann, það getur verið mikið að gera inni á þeim heimilum og það er mikilvægt að vera meðvitaður um það að staða barna er mjög fjölbreytt og það er mikilvægt að tryggja að öll börn geti borðað í skólanum og saman og enginn upplifi það að þurfa að sækja sérstaklega um gjaldfrjálsar skólamáltíðir ef það er erfitt inni á heimilinu.“

Já, það er ákveðin stéttaskipting ef það á að gera gjaldfrjálsar máltíðir bara fyrir þá sem þurfa.

„En, talandi um verðbólgu þá er það húsnæðið líka. Ef það er skortstaða þá er það ekki að hjálpa stöðunni, það er augljóst að þá þarf að byggja og það þarf að byggja á félagslegum grunni og það eru okkar áherslur.“

En hvað með vextina? Hvað með gjaldmiðilinn?

„Við erum ekki sérstaklega með umfjöllun um það í stefnu okkar varðandi gjaldmiðilinn annað en það að ef þjóðin vill fá að kjósa um stóra hluti þá þá er eðlilegt að leggja það í hendur þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. ef þjóðin kallar eftir því að það sé kosið um ákveðin mál þá finnst mér það bara mjög eðlilegt, en ég persónulega myndi telja það líka eðlilegt að það væri þá umræða um það sem ætti að kjósa um, það væri fjallað um mögulega kosti og mögulega galla þannig að við gætum gengið upplýst til þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað myndi það þýða ef við myndum breyta um gjaldmiðil? Hvað myndi það hafa í för með sér. Ef við myndum fá bara ítarlega umræðu um það. Eins og ég sé það fyrir mér þá er það hagstjórnin sem er ekki að virka, fyrst og fremst.“

Hún hefur ekki virkað í hundrað ár.

„En maður spyr sig, er það að breyta um gjaldmiðil þá eitthvað að fara að laga það hvernig stefna stjórnvalda hefur verið í ýmsum málum sem bitna á almenningi?“

Það eru margir sem segja að það að vera með þessa örmynt okkar, krónuna, það gefi stjórnvöldum allt of lausan tauminn vegna þess að það er alltaf hægt að láta gengið síga, það er hægt að prenta peninga. ef Ísland væri inni í stærri gjaldmiðli, eins og t.d. evrunni, þá geta íslensk stjórnvöld ekkert ráðskast með evruna og þá fengju þau ramma sem þau þyrftu að vinna innan.

„Við sjáum að stjórnvöld hafa fengið ýmsa ramma sem þau hafa átt að vinna innan en ekki gert, en ég skil hvað þú ert að fara og mér finnst bara eðlilegt að ef það er vilji þjóðarinnar að kjósa um þessi mál þá verði það gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Í gær

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“