fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Abbaðist upp á lögregluna og neitaði að fara

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2024 07:46

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt eins og yfirleitt á þessum tíma vikunnar.

Meðal annars komu við sögu umferðarlagabrot, fíkniefnasala, umferðarslys þar sem gerandi stakk af, þjófnaðir og í miðborginni voru nokkrar líkamsárásir. Einna mest rými í tilkynningu lögreglunnar fékk hins vegar einstaklingur sem tók upp á því að abbast upp á lögreglumenn. Í tilkynningunni segir að óprúttinn aðili hafi verið handtekinn fyrir að standa í vegi fyrir lögreglubifreið við skyldustörf og neitað að færa sig. Aðilinn hafi ekki farið frá lögreglubifreiðinni og hafi hann verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þegar búið var að afla allra nauðsynlegra gagna hafi aðilinn neitað að fara á brott af varðsvæði lögreglu og verið þá vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel