Kjördæmissamband Framsóknar í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðaustur á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Seli, Mývatnssveit, rétt í þessu.
Listinn samanstendur af Framsóknarfólki með mikla reynslu og þekkingu vítt og breitt um kjördæmið.
Í fyrsta sæti er Ingibjörg Ólöf Isaksen, alþingismaður, Akureyri
Í öðru sæti er Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður og bóndi, Grýtubakkahreppi
Í þriðja sæti er Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar, Múlaþingi
Í fjórða sæti er Skúli Bragi Geirdal, verkefnisstjóri Fjölmiðlanefndar, Akureyri
Í fimmta sæti er Þuríður Lillý Sigurðardóttir, bóndi og bæjarfulltrúi, Fjarðarbyggð
,,Ég er stolt af því að fá að leiða þennan öfluga lista okkar Framsóknarfólks í kjördæminu. Við byggjum á góðri reynslu, dýrmætum mannauð og breiðri þekkingu á kjördæminu öllu. Við höfum átt í góðu samtali við fólkið í kjördæminu og göngum full tilhlökkunar til samtals við kjósendur, enda eru tækifærin mörg og fjölbreytt. Við viljum halda áfram að efla heilbrigðisþjónustu um land allt, vinna að orkuöryggi, húsnæðismálum og ekki síst að vinna að lækkun vaxta og verðbólgu fyrir fólkið í landinu. Við erum stolt af þeim árangri sem náðst hefur í flóknu samstarfi á síðustu árum og hlökkum til samtalsins næstu vikna,“ segir Ingibjörg.
Listi Framsóknar í Norðausturkjördæmi í heild sinni: