Kjördæmissamband Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi (KFR) hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður á aukaþingi sambandsins að Nauthóli í Reykjavík.
Í fyrsta sæti er Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
Í öðru sæti er Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður
Í þriðja sæti er Brynja M Dan Gunnarsdóttir, fyrirtækjaeigandi
Í fjórða sæti er Sæþór Már Hinriksson, háskólanemi og formaður Vöku
Í fimmta sæti er Þórunn Sveinbjörnsdóttir, skógarbóndi og fv. formaður Landssambands eldri borgara
„Ég er stoltur af því að leiða þennan magnaða lista inn í kosningabaráttuna og hlakka til hennar með þessum öfluga hóp. Við höfum áorkað miklu á undanförnum árum þegar kemur að málefnum barna. Það er áfram mikið undir þegar kemur að mikilvægi þess að forgangsraða og fjárfesta í málefnum barna í samfélaginu. Börnin okkar eiga skilið að við höfum mál þeirra á dagskrá enda eru þau í þeirri stöðu að geta ekki valið sér aðstæður og það er okkar að aðstoða þau við að ná farsæld,“ segir Ásmundur Einar Daðason oddviti listans og mennta- og barnamálaráðherra
Listi Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi Suður í heild sinni: