Heiðurssætið skipar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhann Páll: Við erum með plan og nýjan verkstjóra
Allt þetta höfum við kynnt í útspilum Samfylkingar síðustu tvö árin. Og næsta þriðjudag kynnum við útspil okkar í húsnæðis- og kjaramálum sem við höfum unnið að með fólkinu í landinu frá því síðasta vor,“ sagði Jóhann Páll, oddviti listans, í ræðu sinni á fundinum í Þróttaraheimilinu.
„Við erum ekki að bjóða okkur fram til að garga og góla á Alþingi, við erum að bjóða okkur fram til að stjórna og sitja í ríkisstjórn. Og við ætlum ekki að fara þarna inn til að láta einhverja starfshópa malla árum saman eða til að láta embættismenn segja okkur fyrir verkum. Við förum inn til að stjórna, og við bjóðum fram nýjan verkstjóra sem er Kristrún Frostadóttir.
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður:
1. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður
2. Ragna Sigurðardóttir, læknir
3. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins
4. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins
5. Vilborg Kristín Oddsdóttir, félagsráðgjafi
6. Birgir Þórarinsson, tónlistamaður
7. Auður Alfa Ólafsdóttir, Sérfræðingur hjá ASÍ
8. Thomasz Pawel Chrapek, tölvunarverkfræðingur
9. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu
10. Áslaug Ýr Hjartardóttir, ritlistarnemi
11. Halldór Jóhann Sigfússon, handknattleiksþjálfari
12. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur
13. Arnór Benónýsson, leiðbeinandi
14. Birgitta Ásbjörnsdóttir, háskólanemi
15. Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri rekstrar Sjúkrahússins á Akureyri
16. Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris
17. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og tónlistarmaður
18. Agla Arnars Katrínardóttir, stærðfræðinemi
19. Ásgeir Beinteinsson, fyrr. skólastjóri
20. Aðalheiður Frantzdóttir, ellilífeyrisþegi
21. Mörður Árnason, fyrrv. alþingismaður
22. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra