fbpx
Mánudagur 28.október 2024
433Sport

Fyrrum stjarnan svaraði fyrir sig og segist saklaus – Sagður hafa smyglað inn 60 kílóum af eiturlyfjum til landsins

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. október 2024 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr á þessu ári eða í september þá var fyrrum knattspyrnustjarnan Jay Emmanuel-Thomas handtekinn.

Emmanuel-Thomas var handtekinn á heimili sínu í Gourock en hann er grunaður um að hafa átt stóran þátt í að smygla inn um 60 kílóum af hassi til Englands.

Efnin voru fundin í tveimur ferðatöskum á Stansted flugvellinum en þær höfðu komið með flugi frá Taílandi.

Emmanuel-Thomas er fyrrum leikmaður Arsenal, Ipswich, Bristol og Queens Park Rangers – hann lék einnig fyrir yngri landslið Englands.

Emmanuel-Thomas lék í Taílandi á sínum tíma en hann var á mála hjá PTT Rayong árið 2019.

Þessi 33 ára gamli leikmaður mætti fyrir framan dómara í fyrsta sinn í gær en hann neitar allri sök í málinu og segist saklaus.

Emmanuel-Thomas er enn í haldi lögreglu en dæmt verður í málinu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Magnaður Mo Salah bjargaði stigi fyrir Liverpool – Arsenal fimm sigum frá toppsætinu

Magnaður Mo Salah bjargaði stigi fyrir Liverpool – Arsenal fimm sigum frá toppsætinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum í Víkinni – Ekroth heill eftir meiðsli

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum í Víkinni – Ekroth heill eftir meiðsli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt klúður Dalot gegn West Ham

Sjáðu ótrúlegt klúður Dalot gegn West Ham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Liverpool – Saka byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Liverpool – Saka byrjar