fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Pressan

Stórfurðuleg vending í leit lögreglu að heilabilaðri konu – Fundu múmíumann á klósettinu

Pressan
Föstudaginn 25. október 2024 14:39

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál eldri konu sem er saknaði í Kaliforníu fór í óvænta átt þegar lögregla fann uppþornaðar líkamsleifar karlmanns, eða eins konar múmíumann. Maðurinn fannst sitjandi á klósettinu á heimili sem tilheyrði áður týndu konunni.

Konan er 95 ára gömul og glímir við Alzheimer sjúkdóminn. Fjölskylda konunnar bað lögreglu að leita hennar í húsinu sem hún bjó í þar til fyrir tveimur árum, en þau töldu að sökum sjúkdómsins gæti konan hafa ruglast og farið á rangt heimili. Konan fannst ekki þar, en þess í stað fannst áðurnefndur maður látinn inni á salerninu.

„Það er furðu algengt að við finnum fólk inni á salernum. Þetta gerist oftar en fólki grunar,“ sagði lögreglufulltrúinn Brandon Hayward við staðarmiðla. Brandon telur að líkamsleifarnar hafi setið í salerninu vikum ef ekki mánuðum saman. Líklega hafi maðurinn látist af náttúrulegum orsökum og ekki er grunað að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögregla telur eins að maðurinn sé annar tveggja sona týndu konunnar.

Húsnæðið sjálft var í slæmu ástandi. Það var þakið rusli, mikið um flugur og lyktin slæm. Lögregla fann annan mann, á lífi en þó illa til hafður, í húsnæðinu. Sá virðist glíma við andlega erfiðleika og er talinn skyldmenni konunnar. Hann vildi fyrst ekki hleypa lögreglu inn í húsið. Var hann þá nauðungavistaður á geðdeil að beiðni lögreglu sem komst þá loks inn.

Aldraða konan fannst heil á hófu nærri hjúkrunarheimili sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsóknir sýna tengsl á milli hæðar og tortryggni: Lágvaxnir upplifa aukna viðkvæmni og vantraust

Rannsóknir sýna tengsl á milli hæðar og tortryggni: Lágvaxnir upplifa aukna viðkvæmni og vantraust
Pressan
Í gær

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli

Everest er hærra en það ætti að vera – Hugsanlega á undarleg á þar hlut að máli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn

Starfsfólkið getur bara hætt ef því líkar ekki stefna okkar varðandi heimavinnu segir forstjóri einn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að ráðast á sofandi samnemendur sína og kennara með hamri

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að ráðast á sofandi samnemendur sína og kennara með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður

Öðlaðist hugrekki um hálfri öld síðar til að segja frá hryllilegu ofbeldi föður síns og bróður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrirsæta segir að lýtalæknir hafa gert hana að kynlífsþræl – Óþekkjanleg eftir ofbeldið

Fyrirsæta segir að lýtalæknir hafa gert hana að kynlífsþræl – Óþekkjanleg eftir ofbeldið