fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Hópsmitið á Mánagarði: Grunur um að ellefu börn til viðbótar séu smituð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2024 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa 38 börn sýnt einkenni E.coli-smits eftir að hópsýking kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Grunur leikur á að ellefu börn til viðbótar við þau 27 sem þegar höfðu verið greind séu smituð.

Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV.

Þar kom fram að tvö börn séu enn á gjörgæslu, alvarlega veik, en tvö börn sem lágu inni á spítalanum hafi verið útskrifuð í dag. Talið er að börnin hafi veikst eftir að hafa borðað sýktan mat í leikskólanum.

Í frétt RÚV kom fram að verið væri að rannsaka sýni úr ávöxtum, frosnu grænmeti og kjöti með það að marki að rekja uppruna sýkingarinnar en búist er við því að niðurstöður úr þeim liggi fyrir um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“