fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Harmleikurinn í Walmart vindur upp á sig – Móðir starfsmanns fann hann læstan í ofninum og það var engin leið að slökkva

Pressan
Föstudaginn 25. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára kona sem starfaði fyrir verslunarrisann Walmart í Kanada fannst látinn í ofni verslunarinnar á laugardaginn. Um er að ræða ofn sem bakarí verslunarinnar nota og er hann manngengur. Talið er að stúlkan hafi óvart læst sig inn í ofninum sem svo hafi farið í gangi. Stúlkan hefur nú verið nafngreind og eins er komið í ljós að það var móðir hennar sem kom að henni látinni. 

Stúlkan hét Gursimran Kaur og hafði flutt með móður sinni frá Indlandi til Kanada fyrir tveimur árum síðan. Mæðgurnar unnu svo saman í Walmart. Nú er hafin söfnun á GoFundMe til að styðja fjölskylduna í gegnum þennan harmleik en það var móðir Gursimran sem kom að henni látinni. Hún fór að leita að dóttur sinni eftir að ekki hafði sést til hennar í um klukkustund.

Upptaka af símtali til neyðarlínunnar hefur nú verið opinberuð. Þar var viðbragðsaðilum tilkynnt að kona væri læst inni í ofni verslunarinnar og engin leið væri að slökkva á ofninum. Gripu starfsmenn loks á það ráð að taka rafmagnið af ofninum og tókst þá að koma Gusimran út en það var um seinan. Gursimran var úrskurðuð látin á vettvangi.

Samkvæmt GoFundMe síðunni er móðir stúlkunnar í molum enda varla hægt að ímynda sér sorgina sem fylgir því að koma að dóttur sinni látinni í aðstæðum sem þessum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál