fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Orlofsgreiðslur Dags draga dilk á eftir sér fyrir borgina – Sólveig Anna greinir frá fullnaðarsigri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. október 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppgjör Reykjavíkurborgar við fyrrum borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, vakti mikla athygli enda fékk Dagur greidda út 69 ótekna orlofsdaga sem hann hafði safnað upp á 10 árum í borgarstjórastól. Dagur útskýrði í kjölfarið að við starfslok hjá borginni gerist það sjálfkrafa að áunnið orlof kemur til greiðslu, þar með gildi það sama um allt starfsfólk Reykjavíkurborgar. En það reyndist þó ekki svo.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðaði sig á uppgjörinu og benti á að borgin hefði reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn gætu flutt orlofsdaga milli ára. Vði kjarasamningagerð árið 2020 hafi borgin krafist þess að uppsafnað orlof félli niður ef starfsmenn nýtti það ekki innan þriggja ára.

Sólveig greinir nú frá því á Facebook að Efling hafi haft fullnaðarsigur í máli félagsmanns sem lenti í því að Reykjavíkurborg hafði af  honum 86,22 óteknar orlofsstundir.

„Um daginn sagði ég ykkur frá því að Reykjavíkurborg hefði haft af frábærum Eflingarfélaga í lífsnauðsynlegu umönnunarstarfi 86,22 óteknar olofsstundir. Þetta var gert á sama tíma og fréttir bárust almenningi af því að opinber yfirstétt gæti árum saman safnað upp fjölda orlofsstunda sem að meðlimir hennar leystu svo út sem milljónir króna þegar látið væri af störfum.

Ragnar Ólason, sérfræðingur hjá Eflingu, sendi erindi til velferðar og mannauðssviðs borgarinnar og krafðist þess að fyrningin á orlofi Eflingar-félagans yrði samstundis dregin til baka. Og nú hefur það gerst: Borgin hefur tekið ákvörðun um að hætta við orlofs-upptökuna og skila orlofsstundunum aftur til réttmæts eiganda.

Fullnaðarsigur unninn í málinu. Áfram Efling og Eflingar fólk, alla leið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“