fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Fréttir

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2024 09:00

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – til ábyrgðar, segir að atburðir síðastliðinna daga hafi afhjúpað djúpstæðan vanda í meðferðarkerfi barna og ungmenna hér á landi.

„Í skugga þess að 17 ára pilt­ur lét lífið á meðferðar­heim­il­inu Stuðlum vakna al­var­leg­ar spurn­ing­ar um getu og skipu­lag stjórn­valda til að tak­ast á við sí­vax­andi þörf fyr­ir meðferðarúr­ræði,“ segir Guðmundur Ingi í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að atburðurinn komi ekki á óvart þegar litið er til þess álags sem kerfið hefur lengi þurft að þola.

Stærri vandi en nokkru sinni áður

„Mik­il aukn­ing í of­beldi ung­menna, hegðun­ar­vanda, hnífstungu­mál­um og skotárás­um eru vís­bend­ing­ar um að sam­fé­lagið standi frammi fyr­ir stærra vanda­máli en nokkru sinni áður. Þörf er á aðgerðum því að sú stefna sem rek­in hef­ur verið, með svelti­stefnu og glæru­sýn­ing­um, virk­ar ekki.“

Guðmundur segir að fréttir af dauðsfalli barns og alvarlegum áverkum á starfsmanni Stuðla séu aðeins toppurinn á ísjakanum.

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

„Stuðlar, eitt af fáum úrræðum fyr­ir börn með al­var­leg­an hegðunar- og fíkni­vanda, hafa lengi starfað við óviðun­andi skil­yrði. Í mörg ár hef­ur Afstaða, fé­lag fanga, fengið ábend­ing­ar og ósk­ir um að fé­lagið taki að sér eins kon­ar „eft­ir­lit“ með Stuðlum eins og við tók­um upp á í fang­els­un­um, þar sem við könnuðum sjálf kvart­an­ir aðstand­enda frelsissviptra. Þrátt fyr­ir rík­an vilja hef­ur það ekki tek­ist,“ segir hann og bendir á að fyrir tveimur áratugum hafi meðferðarheimilin verið sjö talsins en í dag séu þau einungis tvö starfandi á landinu öllu.

„Á sama tíma hef­ur íbú­um fjölgað um eitt hundrað þúsund. Þetta er al­gjör­lega óviðun­andi og af­sak­an­ir um tak­markað fjár­magn stand­ast ekki. Slík­ur niður­skurður veld­ur því að stofn­an­ir eru ekki leng­ur í stakk bún­ar til að sinna þeim hópi ung­menna sem er í mestri hættu á að enda í of­beld­is­fullu líferni og al­var­leg­um af­brot­um.“

Árangurinn er enginn

Guðmundur Ingi segir að vert sé að skoða hvernig þess­um mála­flokki hef­ur verið stýrt á síðustu ára­tug­um. Rík­is­stjórn­ir hafi ít­rekað brugðist þegar kem­ur að for­gangs­röðun á sama tíma og skipaðar séu nefnd­ir, út­bú­in ráð og haldn­ar glæru­sýn­ing­ar sem fjalla um vanda­mál­in. Árang­urinn sé eng­inn.

„Auk­in harka í um­hverfi ung­menna og fjölg­un hnífstungu­mála og skotárása seg­ir sína sögu um hvernig sam­fé­lagið hef­ur brugðist þess­um hópi. Ég hef sjálf­ur setið ótal fundi í slík­um nefnd­um þegar kem­ur að frels­is­svipt­um, vímu­efna­mál­um, skaðam­innk­un og geðheilsu­mál­um.“

Guðmundur Ingi segir að hegðunarraskanir ungra afbrotamanna séu erfiðari en áður og dragi enn frekar fram hversu djúpstæður vandinn er.

„Þegar ungt fólk með al­var­leg­an hegðun­ar­vanda lend­ir í fang­elsis­kerf­inu þá er greini­lega eitt­hvað stór­kost­lega brotið í upp­eld­is- og meðferðar­kerf­inu. Þetta er ekki ein­göngu mál fyr­ir skóla og barna­vernd­ar­kerfið held­ur einnig fyr­ir rétt­ar- og fulln­ustu­kerfið.“

Kallar á róttækar aðgerðir

Í grein sinni er Guðmundur Ingi ómyrkur í máli:

„Við þurf­um að horf­ast í augu við það að nú­ver­andi kerfi, með bóm­ull­ar­væðingu og sjúk­dóm­svæðingu ung­menna, hef­ur brugðist. Ung­menni með al­var­leg­an hegðun­ar­vanda þurfa bæði kær­leika og virðingu en líka skýr­an ramma með skýr­um mörk­um. Stíf­ar regl­ur, stuðning­ur og ákveðin mörk eru nauðsyn­leg til að þess­ir ein­stak­ling­ar fái aðstoð við að tak­ast á við sín­ar áskor­an­ir á heil­brigðan hátt.“

Hann segir að til að bæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni þurfi nýja nálgun sem taki bæði á forvörnum og úrræðum fyrir þá sem eiga við vanda að stríða.

„Sáttameðferð (YoT), sem víða um heim hef­ur sýnt fram á mik­inn ár­ang­ur fyr­ir unga af­brota­menn, er dæmi um lausn sem vert væri að skoða hér á landi. Slík sáttameðferð bygg­ist á sam­vinnu fag­fólks, lög­reglu og jafn­ingja sem vinna sam­an að því að veita ung­menn­um sem eru á leið á ranga braut al­hliða stuðning og þar sem einnig eru sett skýr mörk.“

Guðmundur segir að styrkja þurfi þau úrræði sem þegar eru fyrir hendi og að bæta við þau. Bendir hann á að Afstaða hafi horft til Norðurlandanna, meðal annars á svokallað EXIT-pró­gramm að danskri fyr­ir­mynd þar sem jafn­ingj­astuðning­ur hef­ur gefið góðan ár­ang­ur. „Gripið er inn í á snemm­stig­um, áður en ung­menni fest­ast í víta­hring hegðun­ar­vanda og af­brota. Með því að fjölga meðferðar­heim­il­um og starfs­fólki sem hef­ur fengið þjálf­un í því að tak­ast á við erfiðar aðstæður get­um við byrjað að vinna á þess­um al­var­lega vanda af al­vöru. Og það þarf fólk með reynslu í þenn­an erfiða mála­flokk en ekki ein­göngu há­menntað fólk sem hef­ur stund­um hvorki reynslu né skiln­ing á þörf­um þeirra ein­stak­linga sem í þess­ari stöðu eru. Þetta sjá­um við út um allt í kerf­inu því menntasnobbið er orðið alls­ráðandi og reynsl­an því miður að glat­ast.“

Guðmundur Ingi segir að lokum að þetta neyðarástand kalli á róttækar aðgerðir.

„Við get­um ekki leng­ur leyft okk­ur að horfa fram hjá þess­ari aug­ljósu staðreynd. Skort­ur á áfallamiðuðum meðferðarúr­ræðum fyr­ir börn og ung­menni er sorg­leg­ur og skylda stjórn­valda að grípa án frek­ari tafa til aðgerða. Með því að efla úrræði og koma með nýj­ar lausn­ir og stór­efla for­varn­ir get­um við byrjað að end­ur­byggja trú á kerfi sem hef­ur brugðist okk­ur og okk­ar unga fólki. Kerfið er því miður í dag rúst­ir ein­ar, en það er ekki enn of seint að end­ur­reisa það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar kærir lögreglumann fyrir rangar sakargiftir – Sveinn Andri telur hann hafa verið lagðan í einelti

Sverrir Einar kærir lögreglumann fyrir rangar sakargiftir – Sveinn Andri telur hann hafa verið lagðan í einelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur – „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að mér er vegið“

Jón ósáttur – „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að mér er vegið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Adolf sakfelldur fyrir að smána og ógna Samtökunum 78 – „Þið verðið drepin“

Adolf sakfelldur fyrir að smána og ógna Samtökunum 78 – „Þið verðið drepin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vel vitað að maðurinn í Breiðholtsmálinu væri hættulegur en ekkert brugðist við viðvörunum- „Hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona færi“

Vel vitað að maðurinn í Breiðholtsmálinu væri hættulegur en ekkert brugðist við viðvörunum- „Hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona færi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ráðist á starfsmann verslunar

Ráðist á starfsmann verslunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Andlát konu í Breiðholti – Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Andlát konu í Breiðholti – Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald