fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2024 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég spyr mig stöðugt hvernig það geti gerst að barn deyi á þennan hátt þegar það er í vistun hjá ríkinu,“ segir Jón K. Jacobsen, faðir sautján ára pilts, Geirs Arnar Jacobsen, sem lést í eldsvoða á Stuðlum þann 19. október síðastliðinn.

Jón er  í viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar en Geir Örn hefði orðið 18 ára þann 8. nóvember næstkomandi.

Í viðtalinu kemur fram að Jón hafi ekki einu sinni vitað að drengurinn hans væri vistaður á Stuðlum. Hafði hann verið þar í innan við klukkustund þegar eldurinn braust út og fékk hann símtal frá barnavernd snemma morguns þar sem honum var tjáð að alvarlegt atvik hefði orðið.

„Ég spyr: Af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum,“ segir hann í viðtalinu.

Í viðtalinu segist Jón vilja stíga fram til að opna umræðuna um „týndu börnin í kerfinu“ eins og hann orðar það. Hann hafi barist fyrir lífi sonar síns í áratug í kerfinu en nú berjist hann við kerfið í minningu sonar síns. Hann gagnrýnir úrræðaleysi í málefnum barna sem glíma við fíkn.

„Sama hvert ég leitaði þá var enga hjálp að fá. Það er enga hjálp að fá fyrir þessa krakka í þessu samfélagi okkar.“

Í viðtalinu í Heimildinni fer Jón yfir sögu sonar síns og nefnir einnig að hann hafi átt fund með Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra í vikunni þar sem hann talaði um eldsvoðann á Stuðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann