fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hanna Kata og Obba leiða lista Viðreisnar í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2024 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðslistar Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á fundi svæðisráðs flokksins í kvöld, 24. október.

Hanna Katrín leiðir í Reykjavík norður

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur. Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur, er í fimmta sætinu og Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála, er í því sjötta. 

Hanna Katrín segist fyrst og fremst þakklát fyrir það mikla traust sem henni er sýnt.

„Svo er ég algjörlega í skýjunum með þennan sterka og fjölbreytta lista sem við erum að tefla fram. Það verður óhemju gaman að fara inn í þessa kosningabaráttu með öllu þessu frábæra fólki. Viðreisn hefur nýtt tímann vel undanfarin ár. Við höfum hlustað á fólkið og erum, í þeim anda, að setja fram lausnir sem fólk hefur kallað eftir úti í samfélaginu um árabil. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi vikum. Við hreinlega iðum í skinninu,“ segir Hanna Katrín.

Þorbjörg Sigríður leiðir í Reykjavík suður

Í Reykjavíkurkjördæmi suður er það Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður og fyrrverandi saksóknari, sem leiðir listann. Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, skipar annað sætið og Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, er í þriðja sæti. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta.

Þorbjörg segir flokkinn fara bjartan inn í komandi kosningabaráttu.

„Við finnum meðbyr og skynjum breytingar í loftinu. Fólk vill breytingar. Að því leyti er okkar verkefni alveg skýrt. Að Viðreisn komist í ríkisstjórn svo hægt sé að fara að vinna að hagsmunum fólks og fyrirtækja. Við vitum að það er hægt að gera miklu betur en til þess að svo megi verða þarf alvöru hagsstjórn. Koma böndum á vextina og verðbólguna. Það er ekkert eðlilegt við þá vexti sem fólk þarf að borga af húsnæðislánum og það er heldur ekkert eðlilegt að búðarferð kosti hálfan handlegginn. Þetta er ástand sem bítur barnafjölskyldur einna helst.

Þorbjörg segir það jafnframt algjört forgangsmál hjá Viðreisn að hugað verði betur að líðan ungs fólks.

„Heilbrigðisþjónusta og skólarnir okkar gegna lykilhlutverki þar. Þessa þjónustu viljum við efla. Við ætlum að byrja á að því að forgangsraða í þágu barna. Það er löngu kominn tími á það.“

Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í heild sinni:

  1. Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður
  2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
  3. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn
  4. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur
  5. Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur
  6. Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála
  7. Oddgeir Páll Georgsson, hugbúnaðarverkfræðingur
  8. Sigríður Lára Einarsdóttir, rekstrarstjóri
  9. Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri
  10. Noorina Khalikyar, læknir
  11. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
  12. Oddný Arnarsdóttir, verkefnastjóri
  13. Natan Kolbeinsson, sölumaður
  14. Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  15. Sverrir Örn Kaaber, fyrrverandi skrifstofustjóri
  16. Sólborg Guðbrandsdóttir, framleiðandi
  17. Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja, meðferðarráðgjafi
  18. Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs HR
  19. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur
  20. Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og fyrirtækjaeigandi
  21. Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi alþingismaður
  22. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi

Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni:

  1. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður
  2. Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri
  3. Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari
  4. Diljá Ámundadóttir Zoega, sálgætir
  5. Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar
  6. Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL
  7. Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, umsjónarkennari
  8. Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur
  9. Erna Mist Yamagata, listmálari
  10. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir
  11. Kristín A Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra
  12. Sverrir Páll Einarsson, nemi
  13. Eva Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
  14. Arnór Heiðarsson, kennari og forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun
  15. Eva María Mattadóttir, frumkvöðull
  16. Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
  17. Emilía Björt Írisard. Bachman, háskólanemi
  18. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri
  19. Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræðingur
  20. Einar Ólafsson, rafvirki
  21. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, leiklistar- og tónlistarfræðingur
  22. Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?