fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni segir nýjum botni náð í umfjöllun um sig – Jakob Bjarnar biður Bjarna afsökunar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2024 20:03

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki par sáttur við fyrirsögn fréttar sem birtist um hann fyrr í dag. Segist hann hafa reynt ýmislegt þegar fjallað hefur verið um hann í fjölmiðlum, en hér hafi nýjum botni verið náð. Fréttamiðillinn og viðkomandi blaðamaður hafa beðið Bjarna afsökunar.

„„Varar við of mikilli blöndun kynþátta“

Þessi fyrirsögn birtist á Vísi í dag. Þar var því beinlínis haldið fram að ég hefði haft uppi slík ummæli í hlaðvarpsviðtali í morgun. Ég hef mátt reyna ýmislegt þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun í gegnum tíðina, en hér var nýjum botni náð. Vísir hefur nú beðist afsökunar,“

segir Bjarni í færslu á opinberri Facebook-síðu sinni. 

Fréttin er skrifuð af Jakobi Bjarnar Grétarssyni blaðamanni Vísis upp úr viðtali Þórarins Hjartarsonar við Bjarna í hlaðvarpsþættinum Ein pæling, og birtist á Vísi kl. 15.23 í dag. 

„Ég vona að allir sem mig þekkja viti að ég hef aldrei varað við blöndun kynþátta. Sagan hefur séð ágætlega um að dæma þá sem hafa uppi slíkan málflutning, og það á að vera okkur öllum kappsmál að berjast gegn honum.

Í viðtalinu sem vísað var til ræddum við Þórarinn Hjartarson meðal annars stjórnmálin, ýmsar áskoranir samtímans, komandi kosningar og Sjálfstæðisflokkinn. Við ræddum um erlent vinnuafl og fjölgun fólks sem vill búa á Íslandi – þar sem lífskjör eru með besta móti. Við ræddum hælisleitendakerfið, sem því miður er í einhverjum tilfellum gagngert misnotað af skipulagðri glæpastarfsemi, og mikilvægar varnir gegn þeim glæpum.  

Ég lagði áherslu á það sem ég hef áður sagt, að við eigum að taka vel á móti fólki í neyð sem hér leitar betra lífs. Hjálpa því að koma sér fyrir, aðlagast samfélaginu og skapa sér góða framtíð. En að við þurfum á sama tíma að varðveita þá menningu og þau gildi sem gera okkur að einhverju fremsta samfélagi veraldar í lífskjörum, jafnrétti og tækifærum.

Við það stend ég fullum fetum. Og það hefur sannarlega ekkert með kynþátt að gera,“

segir Bjarni.

Segir fréttina hafa verið leiðrétta stuttu eftir birtingu

Jakob Bjarnar biður Bjarna afsökunar í athugasemd við færsluna, þar segir hann við hann einan að sakast, hann hafi leiðrétt fréttina og beðist afsökunar fljótlega eftir að fréttin birtist. Komið hafi til álita á ritstjórn að skrifa sérfrétt um leiðréttinguna, en svo hafi ekki verið gert. Segir hann að honum sé á engan hátt illa við Bjarna.

„Bjarni minn. Þessi fyrirsögn birtist aldrei.

Ég skrifaði sem sagt frétt í dag sem er uppsuða úr hlaðvarpsþætti. Skeleggt viðtal þig. Ég er greinilega búinn að skrifa alltof mikið í dag því þessum tveimur orðum eða hugtökum sló saman í kollinum á mér þegar ég var að smíða brú yfir í næstu setningu: Kynþættir/menningarheimar.

Þú sagðir sem sagt skörun menningarheima en ekki kynþátta. Bara svo það sé alveg á hreinu.

Hér er við mig einan að sakast, mér þykir leitt ef menn neita kannast við leiðréttinguna og afsökunarbeiðni mína sem fór upp fljótlega eftir að fréttin birtist.

Við veltum því fyrir okkur á gólfinu hvort vert væri að skrifa sérstaka frétt auk leiðréttingarinnar en um hvað hefði hún átt að vera? Að slegið hafi saman hugtökum í kolli blaðamanns í asanum? Líklega því þetta mál sem ekkert er virðist ætla að reynast mál dagsins?!

Mér þykir þetta afar leitt og mér reynist ekki erfitt að kannast við mistök mín. Og bið þig enn og aftur afsökunar. En ég hafna alfarið því sem þú og aðstoðarmaður þinn lét að liggja í dag þegar hann var að hamast í mér, með því að segja að þetta væri nýtt low hjá mér; mér er ekki illa við þig á nokkurn hátt. Bara ekki.“ 

Bjarni smellir þá inn skjáskoti af fréttinni eins og hún rataði inn í vakt Vísis vegna alþingiskosninganna sem framundan eru. 

Þeirri athugasemd svarar Jakob Bjarnar: „Já, ók. Svona hefur þetta dottið inn í vaktina. Ég hafði ekki séð þetta. Nema bara, svo ég ítreki; innileg og einlæg afsökunarbeiðni frá mér. Þetta skrifast alfarið á minn flumbruskap og mér þykir þetta afar leitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?