fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Hrottaleg árás á unga konu í strætó – Bitin í andlitið

Pressan
Föstudaginn 25. október 2024 06:30

Darren og Ella. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ella Dowling, 19 ára, var á heimleið í strætisvagni í Cheltenham á Englandi byrjaði annar farþegi, hinn 53 ára Darren Taylor, að koma með óviðeigandi athugasemdir um hana og vini hennar. Hann greip síðan um andlit hennar og beit hana ítrekað í nefið og munninn. Stóð árásin yfir í um fimm mínútur.

Metro segir að Ella og vinum hennar hafi að lokum tekist að sleppa frá Taylor sem var haldið föstum af öðrum farþegum þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hann.

Ella hlaut alvarlega áverka. Vör hennar og vinstri nösin voru illa farin og hægri hlið vararinnar var klofin í tvennt.

Hún gekkst undir bráðaaðgerð vegna áverkanna.

Í sumar var Taylor dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi.

Metro hefur eftir Ella að sársaukinn, sem hún fann til þegar Taylor beit hana, sé eitthvað sem hún muni aldrei gleyma. Taylor hafi verið eins og hundur með leikfang, hafi í sífellu fært höfuðið til hliðar.

„Þegar ég sá andlit mitt í fyrsta sinn eftir árásina, þá þekkti ég ekki spegilmynd mína og ég gat ekki horft í spegil í marga mánuði eftir þetta,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál